Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum höfuðstöðvum Deloitte á Íslandi, Dalvegi 30.
Tilgangur dagsins í ár var að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og hvenær er stutt í grænþvott. Í kjölfar sameiginlegrar dagskrár var boðið upp á vinnustofu fyrir leiðtoga fjármála og sjálfbærni þar sem við heyrum reynslusögur fyrirtækja af EU Taxonomy og eigum gagnlegar samræður.
Aðalfyrirlesari dagsins var Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála á Norðurlöndunum og meðeigandi Deloitte.
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins og Deloitte from Samtök atvinnulífsins.