Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Speglinum á RÚV þann 8. desember þar sem hann fagnaði tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum. Hann sagði langflestar verslanir í landinu vel geta lifað við nýjar reglur og aðlagað sig að þeim og þetta væri fagnaðarefni fyrir geirann. Hann sagði algeng stærð á verslunarrýmum í verslunum t.d. í Kringlunni og Smáralindinni um 100m2 og þessar nýju reglur þýða að það megi vera 100 manns inni í slíkum rýmum sem eigi að duga í langflestum tilfellum. Fyrirtækin sem reka starfsemi í stærri rýmum séu líka almennt búin að skipta þeim rýmum upp í fleiri hólf og þessar reglur gjörbreyta því þegar inni í hverju hólfi geti verið 100 manns í stað 10 áður. Andrés segir jafnfram árið hafa verið gott fyrir verslunina þar sem neysla hefur færst erlendis frá og hingað heim.

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

 

>> Smelltu hér til að hlusta – viðtalið byrjar ca. 14:55  mín inn.