SVÞ vara við ríkisstyrkjum til Bíós Paradísar – skekkja samkeppni á kvikmyndamarkaði

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa lýst yfir áhyggjum af því að styrkbeiðni Bíós Paradísar um 50 milljóna króna framlag frá ríkinu skekki samkeppni á kvikmyndamarkaðnum. Samtökin telja að slíkir ríkisstyrkir, sem Bíó Paradís hefur nú óskað eftir annað árið í röð, séu óhjákvæmilega skaðlegir fyrir önnur kvikmyndahús sem einnig leggja mikið af mörkum til félagslegrar og menningarlegrar starfsemi.

Vitnað er í Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóra SVÞ, sem bendir á að: „Það er áhyggjuefni að ekki sé tryggt jafnræði í stuðningi við kvikmyndahús. Rekstrargrundvöllur Bíós Paradís virðist byggður á ríkisstyrkjum og slíkt skapar ósanngjarnt samkeppnisumhverfi. Við verðum að gæta þess að önnur bíóhús, sem eins og Bíó Paradís sinna menningarhlutverki og styðja íslenska kvikmyndagerð, fái einnig tækifæri til að blómstra.“

Þá leggur SVÞ einnig áherslu á nauðsyn þess að lækka virðisaukaskatt á kvikmyndahúsamiða úr 24% í 11%, til að jafna samkeppnisstöðu kvikmyndahúsa gagnvart erlendum streymisveitum. „Þetta misræmi er ósanngjarnt og dregur úr getu kvikmyndahúsa til að keppa á jafnréttisgrundvelli við risastórar erlendar veitur,“ segir Benedikt að lokum.

Smellið hér til að lesa alla greinina.

*Mynd frá vef VB.