SVÞ tekur þátt í sameiginlegri umsögn aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um drög að forgangslista Íslands í samskiptum við Evrópusambandið fyrir árin 2024–2029. Þar er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar og markvissrar stefnu stjórnvalda gagnvart ESB til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hámarka ávinning af þátttöku í innri markaði Evrópu.

Í umsögninni, er EES-samningurinn kallaður hornsteinn utanríkis- og efnahagsstefnu Íslands og minnt á að samningurinn kalli á stöðuga og öfluga hagsmunagæslu þar sem ný löggjöf ESB geti haft veruleg áhrif á starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja.

Sjá nánar -> Forgangslisti við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2024-2029