Samtök lyfjaheildsala, sem starfa innan SVÞ, hafa skilað umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lyfjalögum, þar sem varað er við því að frumvarpið kunni að draga úr framboði lyfja á Íslandi – þvert á yfirlýst markmið þess að tryggja lyfjaöryggi.

Í umsögninni kemur fram að frumvarpið byggi á ófullnægjandi greiningu og að það kunni að hafa í för með sér inngrip í daglega starfsemi fyrirtækja á lyfjamarkaði sem hvorki séu nauðsynleg né réttlætanleg. Sérstaklega er gagnrýnt að raska eigi þeim undanþágum sem hingað til hafa tryggt að lyf með markaðsleyfi, en ekki markaðssett, séu aðgengileg á íslenskum markaði.

SVÞ leggur áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld ræði við hagaðila áður en gerðar eru umfangsmiklar breytingar á viðkvæmum markaði – og hvetur til opins samtals um raunhæfar lausnir sem styðja við markmið um lyfjaöryggi.

Umsögnina má lesa í heild sinni hér: Umsögn frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum 2025-05-16