UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Framkvæmdastjórar SVÞ og BGS tjá sig um fyrirhugað kílómetragjald.
Nýtt kílómetragjald þrengir að grænum skrefum fyrirtækja og heimila, þrátt fyrir yfirlýst loftslagsmarkmið stjórnvalda Í nýju frumvarpi um kílómetragjald er stefnt að því að allir notendur vegakerfisins leggi til jafns í ríkissjóð eftir því sem þeir aka. Þótt markmið...
BM Vallá og Kapp hrepptu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, afhenti verðlaunin ásamt verðlaunahöfum fyrra árs. Umhverfisfyrirtæki ársins er BM Vallá en framtak ársins á...
Saman gegn sóun – lausnir fyrir sjálfbærni
Saman gegn sóun: Ný stefna um úrgangsforvarnir kynnt í Iðnó Verkefnið Saman gegn sóun stendur fyrir viðburði í Iðnó þann 4. október þar sem ný stefna um úrgangsforvarnir verður kynnt. Á viðburðinum munu sérfræðingar á sviði sjálfbærni deila hugmyndum og lausnum til að...
Svansdagar 2024: Vottaðar vörur til umhverfisverndar
Frá 26. september til 6. október mun Umhverfismerkið Svanurinn standa fyrir markaðsherferð til að kynna Svansvottaðar vörur á Íslandi. Þessi herferð hefur það að markmiði að vekja athygli á því hversu mikið úrval af umhverfisvænum vörum er til staðar og hversu...
Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2024
Samtök atvinnulífsins SA og aðildarfélögin hvetja fyrirtæki til að tilnefna sig til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2024 fyrir 6. september. Verðlaunin, sem verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október 2024, heiðra bæði „Umhverfisfyrirtæki ársins“ og...
Ný skýrsla EuroCommerce: Mikilvægi kolefnishlutleysis í verslunar- og þjónustugreinum.
EuroCommerce og ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman, gáfu í júní sl., út nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi fyrirtækja í verslunar- og heildsölugreinum í að ná kolefnishlutleysi í Evrópu. Skýrslan, sem ber heitið "Net Zero Game Changer", leggur áherslu á áhrif...