UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa

Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og BGS benda á að orkusjóður mun áfram styrkja kaup á rafbílum með sama hætti og gert var árið 2024. Upphæðir eru óbreyttar og kaupendur geta sótt um styrk á Island.is Sjá allar nánari upplýsingar HÉR! 

Lesa meira
Saman gegn sóun – lausnir fyrir sjálfbærni

Saman gegn sóun – lausnir fyrir sjálfbærni

Saman gegn sóun: Ný stefna um úrgangsforvarnir kynnt í Iðnó Verkefnið Saman gegn sóun stendur fyrir viðburði í Iðnó þann 4. október þar sem ný stefna um úrgangsforvarnir verður kynnt. Á viðburðinum munu sérfræðingar á sviði sjálfbærni deila hugmyndum og lausnum til að...

Lesa meira
Svansdagar 2024: Vottaðar vörur til umhverfisverndar

Svansdagar 2024: Vottaðar vörur til umhverfisverndar

Frá 26. september til 6. október mun Umhverfismerkið Svanurinn standa fyrir markaðsherferð til að kynna Svansvottaðar vörur á Íslandi. Þessi herferð hefur það að markmiði að vekja athygli á því hversu mikið úrval af umhverfisvænum vörum er til staðar og hversu...

Lesa meira