UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Er heimsmarkaðsverð rétti mælikvarðinn á þróun eldsneytisverðs hér á landi?
Úr hagsmunagæslunni Um þessar mundir hefur eldsneytisverð verið í umræðunni í tengslum við róttækar skattabreytingar um áramót. Í því samhengi hafa fallið ýmis orð, m.a. í þá átt að eldsneytisverð hér á landi hafi ekki þróast í samræmi við breytingar á...
Fréttamolar SVÞ | Desember 2025
Desember einkenndist af virkri hagsmunagæslu þar sem augu beindust að samkeppnishæfni verslunar og þjónustu í breyttu evrópsku og íslensku umhverfi, áhrif skatta og regluverks á rekstur og rekstrarkostnað. Þá er undirbúningur að ráðstefnunni UPPBROT SVÞ 2026 sem...
Niðurfelling bensíngjalda og olíugjalds um áramótin. Hver verða áhrifin?
Niðurfelling bensíngjalda og olíugjalds um áramótin. Hver verða áhrifin? Þegar lög um kílómetragjald á ökutæki taka gildi um áramótin munu almennt og sérstakt vörugjald af bensíni (bensíngjöld) ásamt olíugjaldi falla brott. Á móti mun kolefnisgjald hækka...
Eru grænu skattarnir orðnir… gráir? Ábending frá SVÞ, SAF & SFS
Í gær, 4. desember 2025, birtist á Vísi sameiginleg grein Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra SVÞ, ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS og Jóhannesi Þór Skúlason, framkvæmdastjóra SAF. Í greininni er bent á að þó grænir skattar eigi að...
Fréttamolar SVÞ | Nóvember 2025
Í fréttamolum nóvembermánaðar dregur SVÞ saman helstu mál sem snertu verslun og þjónustu í mánuðinum: frá áhrifum nýrrar PPWR-reglugerðar ESB á umbúðir og ábyrga markaðssetningu, yfir í fyrirhugaðar skattbreytingar á ökutækjum og hækkandi kostnað í bílageiranum,...
Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, Krónan og JÁVERK hljóta viðurkenningar á Umhverfisdegi atvinnulífsins
Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, JÁVERK og Krónan einnig heiðruð á Umhverfisdegi atvinnulífsins Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 voru afhent á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag, 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Verðlaunin eru veitt...





