UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Verslunin er miðpunktur í grænum skiptum

Viðskiptin sjálf hafa ekki mikil bein áhrif á losun gróðurhúsaloftegunda, en hafa áhrif á birgja, umhverfisval neytenda og heildarlosun. Við verðum að hafa áhrif. Heild- og smásala greiðir um 9,4% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 14% vinnuafls starfar...

Lesa meira

Gögnum safnað um matarsóun á Íslandi

Umhverfisstofnun (UST) hefur fengið styrk frá Hagstofu Evrópusambandsins til að mæla matarsóun á Íslandi. Áætlað er að gagnaöflun ljúki í maí og í framhaldinu hefst úrvinnsla gagnanna. Í rannsókninnni er verið að mæla alla virðiskeðjuna frá framleiðslu til heildsala,...

Lesa meira

Kuðungurinn 2015

Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið...

Lesa meira