Upplifun viðskiptavina (Customer Journey) snýst um að mæla og greina alla þætti í kaupferli kúnnans.

Farið verður í hvernig ferðalag viðskiptavinar er séð með augum kúnnans og allir snertifletir verða greindir. Upplifanir geta verið jafn ólikar eins og samskiptarásirnar eru margar (vef, farsíma, síma, í verslun og fl.).

Er þitt fyrirtæki að greina skynjun viðskiptavinarins? Hvað er viðskiptavinurinn að gera og hvaða markmið, áhrif, væntingar og tilfinningar hefur hann af reynslu sinni?

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint upplifun og kaupferli viðskiptavina (Customer Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun og greina mikilvægustu snertifletina, kanna sársaukastig og hvaða tækifæri séu til úrbóta og nýsköpunar. Notast verður við „Real case“ tölfræði til að mæla fyrri reynslu viðskiptavina.

Fyrirlesari: Diðrik Örn Gunnarsson stofnandi Stafrænu auglýsingastofunnar, stundakennari í HR og ráðgjafi hjá Zenter

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Fyrir hverja hentar þetta námskeið: Verslun og þjónustu

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

Oops! We could not locate your form.