Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.

Lesa má vefútgáfu af fréttinni og viðtalinu á vb.is hér.