Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, kallaði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskaði eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða.

„Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón

Einnig benti hann á að varhugavert væri að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í gær Þau ummæli auk ummæla Rögnvaldar Ólafssonar, deildarstjórar ríkislögreglustjóra um málið, urðu til þess að fréttir birtust af smiti í Kringlunni en hið rétta var að smit kom upp á skrifstofu í byggingu við hlið Kringlunnar.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Á VÍSI