Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Morgunblaðið í viðtali sem birtist í dag, 11.febrúar 2023 að blikur á lofti í versluninni sem þurfi að takast á við vaxtahækkanir og verðbólgu.
„Við óttumst jafnframt að verðhækkanir á erlendum mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu ekki að fullu komnar fram, enda er hækkandi hrávöruverð lengi að birtast í vöruverði. Þessar hækkanir eru mikið til bein afleiðing af stríðinu í Úkraínu og þá eru framleiðslukerfin í heiminum ekki að fullu komin í eðlilegt ástand eftir heimsfaraldurinn.“
Mikilvægi sjálfvirkni í versluninni.
Andrés bætir við að dýra kjarasamninga, lífskjarasamninginn 2019 og nýafstaðinn samning, þrýsta á aukna notkun sjálfvirkni í versluninni. Jafnframt muni hækkandi húsnæðiskostnaður draga úr spurn eftir atvinnurýmum.