Veltan er mælaborð sem sýnir stefnur og strauma í verslun!

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga sem er sett niður á flokka í verslun og þjónustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis.

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og hefur í gegnum tíðina fylgst með neytendahegðun Íslendinga. Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður RSV segir í viðtali við Morgunblaðið s.l. helgi að stofnunin hafi sett mælaborð á laggirnar 2022 en markmiðið með veltan.is sé að auka sýnileika gagnanna og gefa fyrirtækjum í verslun og þjónustu tækifæri á að fylgjast betur með kortaveltu íslendinga.

Kynntu þér málið.
Rannsóknasetur verslunarinnar er þessi misserin að að funda með fólki og fyrirtækjum og kynna möguleika.
Hægt er að bóka kynningarfund inná vefsvæði Veltunnar – SMELLTU HÉR!