Við smölum saman leiðtogum greinarinnar – í fyrsta sinn þann 7. október n.k.

Haustréttir SVÞ verða haldnir í fyrsta sinn þriðjudaginn 7. október 2025 í Vinnustofu Kjarvals, Fantasía, kl. 15:00–17:00.

Rétt eins og haustréttir landsbyggðarinnar kalla fólk saman eftir sumarið, verða Haustréttir SVÞ árlegur vettvangur þar sem yfirstjórnendur í verslun og þjónustu stilla saman strengi, ræða áskoranir og móta framtíðarsýn greinarinnar. Þar verða kynnt gögn og greiningar, við fáum að heyra frá sterkum röddum úr atvinnulífinu og stjórnsýslunni – og innsýn að alþjóðlegri reynslu sem varpar ljósi á stöðu Íslands í breyttum heimi.

Markmið Haustrétta er skýrt: að fá leiðtoga í greininni saman, rýna í stöðuna, breyta samtali í stefnu – og stefnu í aðgerðir.

👉 Þetta er viðburður sem enginn stjórnandi í verslunar- og þjónustugreinum má missa af.
Taktu daginn frá – og fylgstu með þegar skráning opnar til að tryggja þér sæti á þessum tímamótum.

Opnum fyrir skráningu 1. september 2025.