Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggi til hækkun vörugjalda af ökutækjum sem ætlað er að auka vörugjaldstekjur um hátt í 67% milli ára.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins (BGS), fjallar í grein á Vísi í dag, ‘Pops áttu p? um áhrif þessara breytinga.

Hvað gerist að öllu óbreyttu?

Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst, um næstu áramót:

  • Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur.
  • Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur.
  • Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur.
  • Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna.
  • Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna.
  • Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna.
En þetta er vitaskuld einungis leiðrétting! 

SMELLTU HÉR til að lesa greinina inn á VISI.