Námslínan Stjórnendur í verslun og þjónustu mun hefja göngu sína í annað sinn í september 2017.
Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Samtaka verslunar og þjónustu og er ætluð stjórnendum. Áherslan í náminu verður á hagnýta færni og þekkingu. Jafnframt verður áhersla lögð á raunhæf verkefni til að tengja við vinnuumhverfi og áskoranir í starfi þátttakenda.
Námið samanstendur af sjö efnisþáttum,
- Stjórnun og leiðtogahæfni
- Mannauðsstjórnun
- Framsögn og framkoma
- Tímastjórnun og skipulag
- Sölutækni og þjónustustjórnun
- Markaðsmál – Uppstilling og framsetning
- Rekstur og fjármál
Námslínan hefst 5. september og lýkur 5. desember.
Kennt verður á þriðjudögum frá kl. 13.00-17.00.