Blikur á lofti en sóknarfæri til staðar

Markaðurinn, aukablað Fréttablaðsins, leitaði í dag álits nokkurra aðila á stöðu mála á yfirstandandi ári og horfum fyrir árið 2022.

Þar segir að árið sem er að líða hefur að mörgu leyti komið á óvart. Staða ríkissjóðs við árslok er betri en óttast var fyrir fram. Skatttekjur urðu meiri en reiknað hafði verið með, á sama tíma og kostnaður vegna aðgerða til stuðnings við atvinnulífið vegna Covid varð minni en búist var við.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir rekstrarumhverfi verslunar- og þjónustufyrirtækja hafa verið mjög gott frá upphafi Covid, þrátt fyrir spár um annað. Þar ráði mestu að fólk ferðast ekki eins mikið og fyrir Covid, kaupmáttur hér á landi sé sterkur. Neysla sem áður fór fram erlendis, hafi að miklu leyti færst inn í íslenska hagkerfið og verslunin njóti mjög góðs af því. Undantekningin sé sú verslun sem hafi sérhæft sig í að þjóna ferðamennsku. Þar sé staðan erfið.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA