Ójafnar leikreglur í alþjóðlegri netverslun skapa aukinn samkeppnishalla fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki. 

Ný skýrsla frá EuroCommerce – samtökum evrópskra verslunar- og þjónustufyrirtækja – varpar ljósi á hvernig stórir alþjóðlegir netmarkaðir á borð við Temu og Shein  hafa skapað nýjar áskoranir í netverslun frá þriðju ríkjum. 

Í skýrslunni kemur fram að innlend og evrópsk fyrirtæki, sem fylgja ströngum reglum um vöruöryggi, umhverfi og skatta, standi frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni gagnvart seljendum utan EES sem oft sleppa við slíkar skyldur.
Þetta leiðir til verulegs samkeppnishalla, en jafnframt hættu fyrir neytendur þar sem fjöldi vara sem seldar eru beint frá þriðju ríkjum stenst ekki evrópska staðla. 

Ótryggar vörur, skert öryggi – og skakkur leikvöllur 

Samkvæmt EuroCommerce uppfylla allt að 80% vara sem seldar eru í gegnum netmarkaði á borð við Temu og Shein ekki öryggis- og gæðakröfur Evrópu.
Þrátt fyrir að milljarðar sendinga berist árlega inn á markaðinn bera netmarkaðstorgin sjálf enga lagalega ábyrgð á vörunum sem þau selja – ólíkt innlendum dreifingaraðilum sem þurfa að uppfylla strangar reglur. 

Á Haustréttum SVÞ 7. október sl., sagði Runar Wilksnes aðalhagfræðingur VIRKE, systursamtök SVÞ í Noregi, að þar í landi kæmu á hverjum degi 30.000.- sendingar frá Temu og Shein.  

Þetta veldur tvöföldu tjóni: 

  • Neytendur standa frammi fyrir óöruggum vörum, efnainnihaldi og rafmagnstækjum sem ekki uppfylla staðla. 
  • Fyrirtæki innan EES missa markaðshlutdeild vegna ólöglega lágs verðs sem byggir á því að sleppa við kostnað sem fylgir ábyrgri starfsemi. 

__________

Fundur SVÞ 29. október – Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? 

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða stjórnendum í verslun og þjónustu á upplýsingafund þann 29. október þar sem farið verður yfir stöðuna á Íslandi. 

Skráðu þig hér:
👉 Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? – Upplýsingafundur SVÞ 

Hlaðið niður skýrslunni
Aðildarfélög SVÞ geta nú nálgast “Minni útgáfu” af EuroCommerce-skýrslunni um netverslun frá þriðju ríkjum.  Skýrslan dregur fram lykilatriði um ósanngjarna samkeppni, lagaleg glufur og tillögur til að tryggja jafnvægi á evrópskum markaði. 

📄EuroCommerce Report 2025 – Light Version