19/03/2025 | Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Sjálfstæðir skólar óska Tjarnarskóla innilega til hamingju með 40 ára afmælið!
Tjarnarskóli hefur í fjóra áratugi verið einstakur vettvangur þar sem nemendur fá að blómstra í hlýlegu og hvetjandi umhverfi. Frá stofnun skólans árið 1985 hafa Margrét Theodórsdóttir, María Solveig Héðinsdóttir og allt starfsfólk lagt metnað sinn í að skapa skólasamfélag þar sem hver og einn nemandi fær stuðning við að vaxa og dafna, bæði í námi og persónulegum þroska.
Einkunnarorð skólans, „Allir eru einstakir“ og „Lítill skóli með stórt hjarta“, endurspegla þann kærleika, virðingu og fagmennsku sem einkenna starf skólans. Áhersla á einstaklingsmiðað nám, vellíðan og uppbyggjandi samskipti hefur gert Tjarnarskóla að mikilvægu og dýrmætu samfélagi fyrir fjölda nemenda í gegnum tíðina.
Við hjá Sjálfstæðum skólum viljum nota þetta tækifæri til að þakka Tjarnarskóla fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til skólasamfélagsins í gegnum árin.
Við óskum Tjarnarskóla, kennurum, starfsfólki, nemendum og foreldrum hjartanlega til hamingju með tímamótin og óskum þeim velfarnaðar á komandi árum.
Til hamingju með afmælið!
Sjálfstæðir skólar
______
Mynd: Frá vinstri, Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi Regnbogans,Margrét Theodórsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Tjarnarskóla og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Ísaksskóla
25/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024, Samtök sjálfstæðra skóla
Vb.is birtir þann 25. nóvember 2024:
Kosningaþáttur SVÞ: Guðmundur Ari og Bóas.
Í þættinum er m.a. rætt um einkarekstur í skólakerfinu og gagnrýni Viðskiptaráðs á menntakerfið.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fræðslu og fagstarfs hjá Hjallastefnunni, ræða menntmál í nýjum samtalsþætti Samtaka verslunar- og þjónustu fyrir þingkosningarnar.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-gudmundur-ari-og-boas
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, samgöngur og ökutæki, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
26/04/2024 | Fréttir, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Sjálfstæðra skóla 2024 var haldinn þriðjudaginn 23. apríl í Húsi atvinnulífsins.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2024-2025:
Formaður – Alma Guðmundsdóttir, Hjallastefnan
Varaformaður – Kristrún Birgisdóttir, Skóli í skýjum
Meðstjórnandi og gjaldkeri – Jón Örn Valsson, Korpukot
Meðstjórnandi – María Sigurjónsdóttir, Arnarskóli
Meðstjórnandi – Sigríður Stephensen, Félagsstofnun stúdenta
Varastjórn – Bóas Hallgrímsson, Hjallastefnan
Varastjórn – Guðmundur Pétursson, Skólar
Varastjórn – Hildur Margrétardóttir, Waldorfskóli Lækjarbotnum
Úr stjórn fara Íris Jóhannesdóttir og Atli Magnússon, nýjar inn, Kristrún Birgisdóttir og María Sigurjónsdóttir.
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.
Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, yfir stöðuna í samningaviðræðunum við Reykjavikurborg.
Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri Tónasala, var með kynningu á skólanum fyrir félagsmenn. Tónsalir er nýr félagsmaður og fyrsti tónlistarskólinn sem gengur í samtökin.
Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
___________________________________________________

11/04/2024 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 23.apríl 2024
Tími: 15:00 – 17:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
31/08/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Morgunvakt RÚV fjallaði í morgun um Skóla í skýjunum. En Skóli í skýjum – Ásgarðsskóli – er þannig skóli hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. RÚV fjallaði um starfið og tók viðtal við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA – (hefst á mín 1.klst 19 mín)
26/04/2023 | Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:
- Alma Guðmundsdóttir – formaður
- Guðmundur Pétursson – varaformaður
- Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
- Jón Örn Valsson – gjaldkeri
- Atli Magnússon – meðstjórnandi
- Bóas Hallgrímsson – varamaður
- Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
- Hildur Margrétardóttir – varamaður
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona
Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.
Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.
Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
_____________

Síða 1 af 712345...»Síðasta »