04/04/2025 | Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Sjálfstæðra skóla fór fram 3. apríl síðastliðinn. Að fundi loknum héldu samtökin upp á tímamót – 20 ár liðin frá stofnun samtakanna. Í tilefni dagsins var litið um öxl og farið yfir vegferðina fram að deginum í dag.
Margrét Pála Ólafsdóttir, Margrét Theódórsdóttir og Lovísa Hallgrímsdóttir, sem skipuðu fyrstu stjórn Sjálfstæðra skóla, rifjuðu upp upphafsárin og sögðu frá þeirri hugsjón og eldmóði sem lagði grunn að starfi samtakanna.
Villi Naglbítur lét gleðina ráða för með söng og gamanmálum sem vöktu hlátur og góðar undirtektir. Þá heilsaði Steinn Jóhannsson, nýr sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, gestum og færði samtökunum velfarnaðaróskir.
Að lokinni dagskrá nutu félagsmenn samverunnar yfir góðum veitingum, veigum og ánægjulegum samræðum.
19/03/2025 | Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Sjálfstæðir skólar óska Tjarnarskóla innilega til hamingju með 40 ára afmælið!
Tjarnarskóli hefur í fjóra áratugi verið einstakur vettvangur þar sem nemendur fá að blómstra í hlýlegu og hvetjandi umhverfi. Frá stofnun skólans árið 1985 hafa Margrét Theodórsdóttir, María Solveig Héðinsdóttir og allt starfsfólk lagt metnað sinn í að skapa skólasamfélag þar sem hver og einn nemandi fær stuðning við að vaxa og dafna, bæði í námi og persónulegum þroska.
Einkunnarorð skólans, „Allir eru einstakir“ og „Lítill skóli með stórt hjarta“, endurspegla þann kærleika, virðingu og fagmennsku sem einkenna starf skólans. Áhersla á einstaklingsmiðað nám, vellíðan og uppbyggjandi samskipti hefur gert Tjarnarskóla að mikilvægu og dýrmætu samfélagi fyrir fjölda nemenda í gegnum tíðina.
Við hjá Sjálfstæðum skólum viljum nota þetta tækifæri til að þakka Tjarnarskóla fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til skólasamfélagsins í gegnum árin.
Við óskum Tjarnarskóla, kennurum, starfsfólki, nemendum og foreldrum hjartanlega til hamingju með tímamótin og óskum þeim velfarnaðar á komandi árum.
Til hamingju með afmælið!
Sjálfstæðir skólar
______
Mynd: Frá vinstri, Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi Regnbogans,Margrét Theodórsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Tjarnarskóla og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Ísaksskóla
25/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024, Samtök sjálfstæðra skóla
Vb.is birtir þann 25. nóvember 2024:
Kosningaþáttur SVÞ: Guðmundur Ari og Bóas.
Í þættinum er m.a. rætt um einkarekstur í skólakerfinu og gagnrýni Viðskiptaráðs á menntakerfið.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fræðslu og fagstarfs hjá Hjallastefnunni, ræða menntmál í nýjum samtalsþætti Samtaka verslunar- og þjónustu fyrir þingkosningarnar.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-gudmundur-ari-og-boas
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, samgöngur og ökutæki, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
26/04/2024 | Fréttir, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Sjálfstæðra skóla 2024 var haldinn þriðjudaginn 23. apríl í Húsi atvinnulífsins.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2024-2025:
Formaður – Alma Guðmundsdóttir, Hjallastefnan
Varaformaður – Kristrún Birgisdóttir, Skóli í skýjum
Meðstjórnandi og gjaldkeri – Jón Örn Valsson, Korpukot
Meðstjórnandi – María Sigurjónsdóttir, Arnarskóli
Meðstjórnandi – Sigríður Stephensen, Félagsstofnun stúdenta
Varastjórn – Bóas Hallgrímsson, Hjallastefnan
Varastjórn – Guðmundur Pétursson, Skólar
Varastjórn – Hildur Margrétardóttir, Waldorfskóli Lækjarbotnum
Úr stjórn fara Íris Jóhannesdóttir og Atli Magnússon, nýjar inn, Kristrún Birgisdóttir og María Sigurjónsdóttir.
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.
Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, yfir stöðuna í samningaviðræðunum við Reykjavikurborg.
Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri Tónasala, var með kynningu á skólanum fyrir félagsmenn. Tónsalir er nýr félagsmaður og fyrsti tónlistarskólinn sem gengur í samtökin.
Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
___________________________________________________

11/04/2024 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 23.apríl 2024
Tími: 15:00 – 17:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
31/08/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Morgunvakt RÚV fjallaði í morgun um Skóla í skýjunum. En Skóli í skýjum – Ásgarðsskóli – er þannig skóli hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. RÚV fjallaði um starfið og tók viðtal við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA – (hefst á mín 1.klst 19 mín)
Síða 1 af 712345...»Síðasta »