30/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Hvað vitum við um myglu? Er til alhlít skilgreining á myglu og áhrifum hennar á hús og híbýli? Hver er réttarstaða eigenda fasteigna þegar mygla finnst í húsnæði?
Samtök verslunar og þjónustu og verkfræðistofan Mannvit efna til fræðslufundar þar sm leitast verður við að svara ofangreindum spurningum og mörgum fleiri.
Aðalræðumaður fundarins verður Dr. Wolfang Lorenz, einn helsti sérfræðingur Þjóðverja á þessu sviði. Hann rekur ráðgjafar- og verkfræðistofu í Düsseldorf sem sérhæfir sig í myglu og áhrifum hennar.
DAGSKRÁ
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
- RAKAVANDAMÁL Í FASTEIGNUM – NÁLGUN MANNVITS
Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.
- MOULD DAMAGES – 25 YEARS PRACTICAL EXPERIENCE AND GERMAN REGULATIONS
Dr. Wolfgang Lorenz
Oops! We could not locate your form.
23/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Litla Íslands efnir til fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 24. nóvember kl. 9-10. Þar mun Inga Björg Hjaltadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus, fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.
Rætt verður m.a. um ráðningarsamninga, hluthafasamkomulag, leigusamninga, samninga við birgja og viðskiptavini. Ef samningamálin eru í lagi geta stjórnendur einbeitt sér að því að láta reksturinn blómstra og því til mikils að vinna að vanda alla samningagerð.
Fundurinn er hluti af fræðslufundaröð Litla Íslands þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og því sem einkennir vel rekin fyrirtæki.
Fundirnir hafa verið vel sóttir og fjölmargir hafa auk þess horft á beina útsendingu frá fundunum í Sjónvarpi atvinnulífsins eða upptökur sem eru á vef Litla Íslands.
Fundurinn á morgun er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir í Borgartúni 35, en beina útsendingu frá fundinum má nálgast á nýjum vef Litla Íslands – www.litlaisland.is.
10/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Þriðjudaginn 28. nóvember standa Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu fyrir sameiginlegum fundi um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál á vegakerfinu.
Á fundinum munu fulltrúar frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg fara yfir fyrirkomulag vetrarþjónustu, viðhalds og öryggismála ásamt því að taka þátt í umræðum við fundarmenn.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 8.30 – 10.00.
Skráning á fundinn fer fram HÉR.
10/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu boða til sameiginlegs félagsfundar um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd þriðjudaginn 5. desember kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp létta morgunhressingu frá kl. 8.15.
Á næsta ári munu koma til framkvæmda umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Á fundinum munu Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum, en hann var settur forstjóri Persónuverndar 2013-2014, og Lárus M. K. Ólafsson, lögmaður SAF og SVÞ, fjalla um boðaðar breytingar.
Hverju breyta nýjar persónuverndarreglur í raun?
Hörður Helgi Helgason fer yfir nýja reglugerð ESB um persónuvernd sem tekur gildi í Evrópu vorið 2018. Mikið hefur verið fjallað um ný og breytt ákvæði í reglugerðinni, en hverju breyta reglurnar í raun fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki, þar á meðal fyrir ferðaþjónustuna?
Undirbúningur vegna nýrrar Evrópureglugerðar um persónuvernd
Lárus M. K. Ólafsson kynnir gátlista fyrir fyrirtæki, sem birtur verður á vettvangi SAF og SVÞ, um þau atriði sem vert er að taka til skoðunar vegna boðaðra breytinga sem taka mun gildi með nýjum persónuverndarreglum.
Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum í beinni útsendingu á heimasíðum SAF og SVÞ.
Skráning á fundinn fer fram HÉR.
08/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Viltu finna nýja viðskiptavini og um leið varðveita þá sem fyrir eru? Viltu auka arðsemi fyrirtækisins? Þá ættir þú að skella þér á morgunfund Litla Íslands föstudaginn 10. nóvember kl 9-10 í Húsi atvinnulífsins og hlusta á Bjarka Pétursson, sölu- og markaðsstjóra hjá Zenter. Það margborgar sig. Það kostar ekkert inn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.
Ef þú kemst ekki horfir þú bara á beina útsendingu Sjónvarps atvinnulífsins á www.litlaisland.is. Kraftmikið kaffi fyrir þá sem mæta á staðinn!
Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)
SKRÁNING HÉR
07/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
SVÞ boðar til félagsfundar um öryggismál mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
SVÞ hafa undanfarin ár haft til skoðunar ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og öðrum brotum gegn hagmunum aðildarfyrirtækja samtakanna. Í því starfi SVÞ hafa samtökin vakið athygli stjórnvalda á þessari vá sem steðjar að fyrirtækjum og hafa samtökin leitað leiða til að vinna sameiginlega með stjórnvöldum í þessum málum. Er það mat SVÞ að sú glæpastarfsemi hefur á undanförnum árum farið oftar en ekki að bera öll helstu einkenni að vera skipulögð starfsemi.
Til að ræða þessi mál mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Ásgeir Þór Ágeirsson, yfirlögregluþjónn, og Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu halda erindi á fundinum og ræða ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og önnur álitamál því tengt. Farið verður m.a. yfir tölfræði afbrota og til hvaða aðgerða hefur þegar verið gripið til að stemma stigu við þessari glæpastarfsemi sem og kynntar verða tillögur að samvinnu við verslanir hvað þessi mál varðar.
Oops! We could not locate your form.