Menntafyrirtæki ársins 2017 kynnir áherslur sínar í menntamálum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu.

Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins í febrúar.

Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Heitt verður á könnunni og létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15.

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Menntun og færni á vinnumarkaði. Hvert stefnir Ísland? – 9. nóv.

Vinnumálastofnun ásamt ASÍ, SA og Hagstofu Íslands standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Hótel Reykjavík Nordica þann 9. nóvember kl. 8.10 – 10.30

Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis

SKRÁNING HÉR

Dagskrá:

08.10-08.30
Skráning og kaffi

08.30-08.40
Setning ráðstefnu og inngangsorð um þörf fyrir færnigreiningu vinnuafls og þróun starfa

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

08.40-09.05

Færnigreining á vinnumarkaði: Staða mála og horfur fyrir Ísland
Skills supply and demand and skills mismatch: Situation and outlook in Iceland

Rob Wilson, Prófessor við Warwick háskóla í Bretlandi

09.05-09.25
Spá um færniþörf í Svíþjóð – notkun skráargagna
The case of Sweden: Projections of skills needs and the use of register data

Karin Grunewald, sérfræðingur á Hagstofu Svíþjóðar

09.30-09.50
Greining á færniþörf á Írlandi með samþættum aðferðum
The Systematic Identification of Skills Needs in Ireland – an Integrated Approach

John McGrath, hagfræðingur við Solas – Sí- og endurmenntunarstofnun Írlands

09.50-10.30 Pallborðsumræður. Þátttakendur:

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR

Hlíf Böðvarsdóttir, framkv.stjóri mannauðssviðs hjá Securitas

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Rob Wilson, prófessor við Warwick háskóla

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

Stjórnandi: Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR

Dagskrá til útprentunar.

Námskeið – Omni channel sala og markaðssetning

SVÞ býður félagsmönnum á námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að greina tækifæri í kaupferlinu til að hefja Omni channel innleiðingu.

Omni channel innleiðing í verslun og þjónustu snýst um að samþætta alla kanala og snertifleti sem viðskiptavinir nota í kaupferlinu til að mæta breyttri kauphegðun og auknum kröfum viðskiptavina.

Greining á kaupferlinu er lykilskref í Omni Channel innleiðingu sem sýnir hvar fyrirtæki eru hugsanlega að tapa sölu og viðskiptavinum, hvar óánægja meðal viðskiptavina getur komið upp og af hverju og hvernig allir kanalar tengjast (skref 1) áður en fyrirtæki móta sér Omni channel stefnu, setja sér markmið og hefja aðgerðir (skref 2).

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig  fyrirtæki geta greint kaupferli viðskiptavina (Customer Purchase Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina (Customer experience), með tilliti til Omni Channel sölu og markaðssetningar.

Ávinningurinn er aukin sala, tryggð og aðgreining.

2017-11-02_09-40-43

 

Annað námskeið verður svo haldið í janúar 2018 þar sem farið verður yfir skref 2: Omni channel stefnu, markmið og aðgerðir.

Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00 mánudaginn 6. nóvember 2017.

Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15

 

Oops! We could not locate your form.

Upplýsingafundur um áhrif Blockchain tækni á verslun og þjónustu

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á upplýsingafund um áhrif Blockchain tækni á verslun og þjónustu fimmtudaginn 12. október kl. 11.45 – 13.15 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Létt hádegissnarl í boði.

Dagskrá:
11.45 Setning fundar
Margrét Sanders, formaður SVÞ

Hversu mikils virði er Blockchain fyrir viðskipti?
Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði
“Ekki vera risaeðla. Fyrirtæki ættu að spá vel í virði Blockchain og prófa sig áfram”

Hvað er Blockchain?
Kristinn Steinar Kristinsson, sérfræðingur hugbúnaðarlausna hjá Nýherja
„Blockchain mun gjörbylta samfélaginu líkt og Internetið gerði um aldamót“ – en hvað er Blockchain?

13.15 Fundaslit

Fundarstjóri: Margrét Sanders

 

Oops! We could not locate your form.

 

Ráðstefna um þjónustu og hæfni

Á Kaffi Nauthól kl. 13-16 þann 22. nóvember

Ráðstefna Starfsmenntasjóðs verslunar – og skrifstofufólks um þjónustu og hæfni:

  • Þarftu að vera leikari til að veita góða þjónustu?
  • Hvað er góð þjónusta?
  • Geta allir boðið góða þjónustu?
  • Er hægt að læra að bjóða góða þjónustu?

Erindi verða m.a. frá Bláa Lóninu, CCP, S4S, ASÍ, og Bjarti Guðmundssyni, frammistöðuþjálfara og leikara.

Í pallborði verða Jón Björnsson forstjóri Festi, María Guðmundsdóttir formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Þórhallur Guðlaugsson forstöðumaður framhaldsnáms í þjónustustjórnun hjá HÍ ásamt fleirum.

Fundarstjóri verður Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður menntamála hjá SVÞ.

Nánari dagskrá verður birt fljótlega.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ

Fyrirtæki eru námsstaðir

Hátt í hundrað manns víða úr atvinnulífinu mættu í Hús atvinnulífsins á fyrsta fund vetrarins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem fram fór í vikunni.  Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni.

Þórður framkvæmdastjóri, Outcome kannana, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá Samtökum atvinnulífsins, fóru yfir niðurstöður nýrrar menntakönnunar atvinnulífsins. Fram kom að í sex af hverjum tíu fyrirtækjum fer fram skipuleg fræðsla og að starfsreynsla, menntun á viðkomandi sviði og samskiptahæfni skorar hæst þegar verið er að ráða nýtt fólk.

Að auki voru flutt þrjú erindi frá ólíkum fyrirtækjum, bæði að stærð og gerð, þar sem fjallað var um fræðslu innan þeirra. Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips, Kristjana Milla Snorradóttir, verkefnastjóri mannauðsmála Nordic Visitor og Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri Sjóvá veittu innsýn í fræðslustarf fyrirtækjanna.

Í ljós kom ákveðinn samhljómur með þeim og var áhugavert var að heyra um mikilvægi nýliðaþjálfunar og mentora, tækifæri í stafrænni þjálfun og fræðslu svo eitthvað sé nefnt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, opnaði fundinn og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála hjá Samtökum verslunar og þjónustu stýrði fundinum.

Hér má nálgast erindi sem flutt voru á fundinum.