Námskeið – Omni channel sala og markaðssetning

SVÞ býður félagsmönnum á námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að greina tækifæri í kaupferlinu til að hefja Omni channel innleiðingu.

Omni channel innleiðing í verslun og þjónustu snýst um að samþætta alla kanala og snertifleti sem viðskiptavinir nota í kaupferlinu til að mæta breyttri kauphegðun og auknum kröfum viðskiptavina.

Greining á kaupferlinu er lykilskref í Omni Channel innleiðingu sem sýnir hvar fyrirtæki eru hugsanlega að tapa sölu og viðskiptavinum, hvar óánægja meðal viðskiptavina getur komið upp og af hverju og hvernig allir kanalar tengjast (skref 1) áður en fyrirtæki móta sér Omni channel stefnu, setja sér markmið og hefja aðgerðir (skref 2).

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig  fyrirtæki geta greint kaupferli viðskiptavina (Customer Purchase Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina (Customer experience), með tilliti til Omni Channel sölu og markaðssetningar.

Ávinningurinn er aukin sala, tryggð og aðgreining.

2017-11-02_09-40-43

 

Annað námskeið verður svo haldið í janúar 2018 þar sem farið verður yfir skref 2: Omni channel stefnu, markmið og aðgerðir.

Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00 mánudaginn 6. nóvember 2017.

Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15

 

Oops! We could not locate your form.

Upplýsingafundur um áhrif Blockchain tækni á verslun og þjónustu

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á upplýsingafund um áhrif Blockchain tækni á verslun og þjónustu fimmtudaginn 12. október kl. 11.45 – 13.15 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Létt hádegissnarl í boði.

Dagskrá:
11.45 Setning fundar
Margrét Sanders, formaður SVÞ

Hversu mikils virði er Blockchain fyrir viðskipti?
Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði
“Ekki vera risaeðla. Fyrirtæki ættu að spá vel í virði Blockchain og prófa sig áfram”

Hvað er Blockchain?
Kristinn Steinar Kristinsson, sérfræðingur hugbúnaðarlausna hjá Nýherja
„Blockchain mun gjörbylta samfélaginu líkt og Internetið gerði um aldamót“ – en hvað er Blockchain?

13.15 Fundaslit

Fundarstjóri: Margrét Sanders

 

Oops! We could not locate your form.

 

Ráðstefna um þjónustu og hæfni

Á Kaffi Nauthól kl. 13-16 þann 22. nóvember

Ráðstefna Starfsmenntasjóðs verslunar – og skrifstofufólks um þjónustu og hæfni:

  • Þarftu að vera leikari til að veita góða þjónustu?
  • Hvað er góð þjónusta?
  • Geta allir boðið góða þjónustu?
  • Er hægt að læra að bjóða góða þjónustu?

Erindi verða m.a. frá Bláa Lóninu, CCP, S4S, ASÍ, og Bjarti Guðmundssyni, frammistöðuþjálfara og leikara.

Í pallborði verða Jón Björnsson forstjóri Festi, María Guðmundsdóttir formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Þórhallur Guðlaugsson forstöðumaður framhaldsnáms í þjónustustjórnun hjá HÍ ásamt fleirum.

Fundarstjóri verður Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður menntamála hjá SVÞ.

Nánari dagskrá verður birt fljótlega.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ

Fyrirtæki eru námsstaðir

Hátt í hundrað manns víða úr atvinnulífinu mættu í Hús atvinnulífsins á fyrsta fund vetrarins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem fram fór í vikunni.  Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni.

Þórður framkvæmdastjóri, Outcome kannana, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá Samtökum atvinnulífsins, fóru yfir niðurstöður nýrrar menntakönnunar atvinnulífsins. Fram kom að í sex af hverjum tíu fyrirtækjum fer fram skipuleg fræðsla og að starfsreynsla, menntun á viðkomandi sviði og samskiptahæfni skorar hæst þegar verið er að ráða nýtt fólk.

Að auki voru flutt þrjú erindi frá ólíkum fyrirtækjum, bæði að stærð og gerð, þar sem fjallað var um fræðslu innan þeirra. Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips, Kristjana Milla Snorradóttir, verkefnastjóri mannauðsmála Nordic Visitor og Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri Sjóvá veittu innsýn í fræðslustarf fyrirtækjanna.

Í ljós kom ákveðinn samhljómur með þeim og var áhugavert var að heyra um mikilvægi nýliðaþjálfunar og mentora, tækifæri í stafrænni þjálfun og fræðslu svo eitthvað sé nefnt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, opnaði fundinn og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála hjá Samtökum verslunar og þjónustu stýrði fundinum.

Hér má nálgast erindi sem flutt voru á fundinum.

 

 

Frá fundi um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fræðslusjóður stóðu fyrir málþingi um nýjar áskoranir í framhaldssfræðslu 7. sept. sl. Málþingið var vel sótt og greinilega mikill áhugi á þróun framhaldsfræðslunnar og þeim leiðum sem farnar verða í þeim breytingum sem framundan eru. Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu var með erindi á ráðstefnunni þar sem hún fór yfir sýn atvinnurekenda á námi í fyritækjum. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra setti ráðstefnuna og aðrir framsögumenn voru: Sveinn Aðalsteinsson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Fjóla Jónsdóttir, Efling stéttarfélag, Inga Dóra Halldórsdóttir, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Særún Rósa Ástþórsdóttir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi Strategía ehf og formaður Fræðslusjóðs stýrði fundi.

Í erindi Áslaugar Huldu kom m.a. fram:

Það skiptir máli að einstaklingar sem sækja sér meiri menntun fái eignarhald á því sem þeir hafa á sig lagt, fái vottun og viðurkenningu á sínu framlagi. Við verðum að tryggja að allt nám, þjálfun og fræðsla sé skráð og fylgi einstaklingnum – hvort sem það er í formlegu námi, hjá símenntunarmiðstöðvunum eða þálfun og námi innan fyrirtækis. Og svo þarf fjármagnið að fylgja þeim einstaklingum sem sækja sér endurmenntun – hvar sem hún er svo framarlega sem hún er viðurkennd. Það má ekki vera lokað inni í einhverju kerfi.

Það liggja gríðarleg tækifæri í stafrænum lausnum. Og við verðum að grípa þau! Við þurfum ekki lengur að flytja fólk úr öllum áttum á sama stað, á sama tíma, og fara yfir mikið efni í alltof langan tíma. Við getum streymt efninu. Tekið upp. Og starfsmenn geta farið yfir námsefnið þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar, á þeim tíma sem þeim hentar. Með aðstoð tækninnar getum við líka á skilvirkari hátt verið tilbúin með þekkinguna þegar starfsmaðurinn þarf hana en ekki þegar fyrirtækið er búið að bóka sal og fyrirlesara. Tæknin kemur svo sterk inn með alla þá fjölbreyttu möguleika sem stafræn þjálfun gefur okkur.

Til eru rannsóknir sem sýna að einstaklingar sem hafa tækifæri til að auka þekkingu sína og vaxa í starfi eru ánægðari í starfi, hafa góð áhrif á liðsheild og starfa lengur innan viðkomandi fyrirtækis. Aukin menntun og fræðsla eykur sveigjanleika innan fyrirtækja, starfsfólk getur tekið að sér fjölbreyttari störf og er frekar tilbúið í breytingar. Með þessu verður mannauður fyrirtækisins öflugri og fyrirtækin þá um leið samkeppnishæfari. Þetta hefur líka jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja. Allt þetta skiptir fyrirtækin máli, ör starfsmannavelta er fyrirtækjum dýr. Kröfur um hæfni eru alltaf að aukast – vel þjálfað og hæft starfsfólk gerir færri mistök, er skilvirkara og nýtir tíma sinn betur. Hæft fólk skapar meira virði fyrir fyrirtækin.

Starfslýsingar og hæfnikröfur þurfa að vera lagðar til grundvallar þegar námsframboð er skipulagt. Hæfnigreiningar þurfa að liggja að baki námsskráa þegar þær eru unnar eða endurskoðaðar. Þær eiga að leggja grunn að menntun. Og það er mikilvægt að atvinnulífið takið formlega þátt í mótun stefnu um menntun. Menntun þarf að taka mið að þörfum atvinnulífsins.

Frá ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum

Á ráðstefnu SVÞ um stafræna tækniþróun í flutningageiranum sem haldinn var á Grand hóteli 31. ágúst var rætt m.a. um stöðu flutningageirans og um alþjóðlega þróun sem hefur áhrif á geirann.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra,  fjallaði um þær breytingar sem eru að verða á viðskiptaháttum nýrrar kynslóðar og þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum og gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrritækja. Það er því ögrandi verkefni sem við stöndum nú öll frammi fyrir. Vinnumarkaðinn mun óhjákvæmilega þurfa að aðlaga sig að þessum breytingum.

Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunar fyrirtækinu BLOC, fjallaði um „Blockchain“ tæknina sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum viðskipta og mun valda  straumhvörfum í flutningageiranum.

Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words, kynnti nýja tækni við aðfangastjórnun sem styttir tímann frá upphafstað til áfangastaðar vöru

Ingvar Freyr Ingvarsson fjallaði meðal annars um að  flutningageirinn er stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi, eins og víðast hvar í heiminum. Flutningageirinn grIMG_1538 f. vefeiðir um 8,1% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 7% vinnuafls starfar í flutningageiranum.  Rúmlega 6,6%  af landsframleiðslu á Íslandi árið 2015 kom frá flutningageiranum og hefur samanlagt vægi geirans aukist frá árinu 1997 og má rekja aukninguna til aukinnar hlutdeildar farþegaflutninga með flugi og í vörugeymslu og stoðstarfsemi fyrir flutninga.  Ingvar minntist á að það  færi ekki mikið fyrir flutningastarfsemi í daglegri umræðu hér á landi. Samt sem áður er þetta ein mikilvægasta atvinnugrein landsins sem síðan þjónar öllum okkar stærstu atvinnugreinum og tryggir um leið aðgang landsmanna að vörum og þjónustu erlendis frá.

Kynningar fyrirlesara:

Sofia Fürstenberg – Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics

Anne-Claire Blet – „The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver

Ingvar Freyr Ingvarsson – Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf