Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var bæði á RÚV, Vísi og í fréttum Stöðvar 2 síðastliðna daga þar sem hann gagnrýnir harðlega þær tilslakanir sem gerðar voru á sóttvanaraðgerðum þann 13. nóvember sl.

Hann segir hætt við því að aðgerðirnar muni hafa alvarleg áhrif á verslunarstarfsemi nú þegar háannatími greinarinn er að hefjast og að það skjóti skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræðir. Andrés bendir réttilega á að röskun sem þessi á atvinnulífinu muni hafa bein áhrif á skatttekjur ríkissjóðs.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Á RUV.IS

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Á VISIR.IS

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Í FRÉTTUM STÖÐVAR 2