Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni;

Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála

Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?

Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.

Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.

Fyrirlesturinn verður í beinni á Zoom.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ