FRÉTTIR OG GREINAR
Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir tilslakanirnar harðlega
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var bæði á RÚV, Vísi og í fréttum Stöðvar 2 síðastliðna daga þar sem hann gagnrýnir harðlega þær tilslakanir sem gerðar voru á sóttvarnaraðgerðum þann 13. nóvember sl.
COVID-19 hraðar þróun vefverslunar
Á Vísi í dag er m.a. rætt við félagsmann okkar í Elko og við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ um aukna netverslun á tímum COVID.
Jólaverslun í heimsfaraldri
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi jólaverslun í heimsfaraldri í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 5. nóvember sl.
Formaðurinn ræðir stafrænu málin og fleira á Hringbraut
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í viðtali hjá Jóni G. á Hringbaut þann 4. nóvember sl. Í viðtalinu ræða Jónarnir m.a. stöðu verslunarinnar, stöðu stafrænnar umbreytingar og stafræna hæfni í íslensku atvinnulífi, og hvatninguna sem SVÞ og VR sendu stjórnvöldum nýverið.
Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu
Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið samaneftirfarandi upplýsingar um núgildandi reglur.
Fjöldi í verslunum miðast við viðskiptavini
Á visir.is í gær er fjallað um þann misskilning sem uppi hefur orðið um fjölda í verslunum en fólk hefur talið að fjöldatölur miðuðust við samanlagðan fjölda starfsfólks og viðskiptavina. Hið rétta er að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina, að undanskildu starfsfólki.
Framkvæmdastjórinn í fréttum RÚV bendir aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í beinni í kvöldfréttum RÚV á laugardagskvöldið. Hann benti þar á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum, en þeim mætti m.a. ráða að áfengisverslun sé kerfislega mikilvægari en byggingarvöruverslanir.
Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum
Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!






