Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu á símenntun, íslenskukunnáttu og þróun faglegra vottana til að tryggja samkeppnishæfni og framþróun greinarinnar.
Til að styðja stjórnendur við að innleiða markvissa menntastefnu hefur verið útbúin handbók með 20 ChatGPT fyrirmælum sem auðveldar greiningu á fræðsluþörfum og hjálpar fyrirtækjum í verslunar og þjónustugreinum að móta stefnu í hæfniþróun starfsfólks.
„Nýtum okkur gervigreindina til að móta einstaklingsmiðaða og sveigjanlega menntastefnu sem tekur mið af breyttum kröfum atvinnulífsins. Þessi einfalda handbók gefur stjórnendum verkfæri til að nýta tæknina í þágu starfsþróunar,“ segir Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ.
Smelltu hér — 20 ChatGPT FYRIRMÆLI RÆKTUM VITIÐ – MENNTASTEFNA til að hlaða niður fyrirmæla handbókinni.