Við smölum saman æðstu stjórnendum í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu – í fyrsta sinn þann 7. október nk.
Haustréttir SVÞ verða haldnir í fyrsta sinn þriðjudaginn 7. október 2025 í fundarsalnum Fantasíu á Vinnustofu Kjarvals kl. 15:00–17:30.
Rétt eins gerist í haustréttum í víða um land þar sem fólk kemur saman eftir sumarið, verða Haustréttir SVÞ árlegur vettvangur þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustu stilla saman strengi, ræða áskoranir og horfa til framtíðar. Þar verða kynnt gögn og greiningar, við fáum að heyra sterkar raddir úr atvinnulífinu og stjórnmálunum og fáum að njóta alþjóðlegrar reynslu sem kann að varpa ljósi á stöðu Íslands í breyttum heimi.
Markmið Haustrétta er skýrt: Að kalla leiðtoga í greininni saman, rýna í stöðuna, breyta samtali í stefnu – og stefnu í aðgerðir.
👉 Þetta er viðburður sem enginn æðsti stjórnandi innan SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, má missa af.
Taktu daginn frá – og fylgstu með þegar skráning opnar svo þú getir tryggt þér sæti.
Opnum fyrir skráningu 1. september 2025.