RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út í dag skýrslu um veltutölur fyrir febrúarmánuð 2023, en þar kemur m.a. fram að heildar greiðslukortavelta hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildinni en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis.

[SJÁ NÁNAR FRÉTT FRÁ VEF RSV]