Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu. Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því mikilvægt að fyrirtæki séu með vöruframboð sitt sýnilegt þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum.
Farið verður yfir möguleika á leitarvélum, hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn og netsölu með leitarvélabestun.
13. nóvember kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík
Kennari: Styrmir Másson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.
SKRÁNING – Námskeið í leitarvélabestun vefverslana
Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 9:00-12:00
Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.