Niðurstaða Maskínukönnunar á stöðu sí- og endurmenntunar frá sjónarhóli stjórnenda og starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum
Í mars 2023, undirrituðu Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR / LÍV, tímamótasamstarfssamning um hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu allt til ársins 2030. [SJÁ FRÉTT]
Markmið samningsins eru að efla sí- og endurmenntun starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum, auka hæfni í íslensku meðal nýbúa og þróa viðurkenndar vottanir eða fagbréf. Þessi áherslur munu styðja við starfsfólk og fyrirtæki í greininni til að mæta þörfum vinnumarkaðarins sem er í örri umbreytingu.
Opin málstofa mun nú kynna fyrstu niðurstöður úr könnun Maskínu á atvinnumarkaði sem tengjast þessum markmiðum, en könnunin tók bæði til stjórnenda innan SVÞ og starfsfólks innan VR.
Dagur: miðvikudaginn 6. mars n.k.
Staður: Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík – 9.hæð
Tími: Húsið opnar klukkan 08:30 viðburður hefst kl. 09:00
Markmið málstofunnar er að kynna niðurstöður könnunar Maskínu um hæfnikröfur í verslunar- og þjónustugreinum á tímum kollvörpunar. Könnunin veitir innsýn í þær kröfur sem gerðar eru til starfsfólks og stjórnenda í þessum mikilvægu greinum.
Dagskrá:
- Victor Karl Magnússon sérfræðingur VR kynnir niðurstöðu Maskínu könnunar.
- Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri Menntamálastofnunar. Erindi „mál með vexti“ .
Pallborðsumræður:
Gestir á pallborði:
- Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
- Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Samkaupum
- Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR/LÍV
- Kristín Erla Þráinsdóttir, fagstjóri ráðgjafar og raunfærnimats hjá Mími
Þessir aðilar munu ræða um stöðuna, framtíðaráskoranir og mögulegar leiðir til árangurs.
Fundarstjóri: Guðrún Ragnarsdóttir, einn eigenda Strategíu.
Viðburðurinn lýkur klukkan 10:00.
Áhugasömum er bent á að skrá sig – SMELLA HÉR!
Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga saman gagnlegar og upplýsandi umræður!