Neytendur treysta sínum nánustu – ekki áhrifavöldum

Ný McKinsey-grein varpar ljósi á breytta kauphegðun neytenda frá 2019.

Ný skýrsla McKinsey, State of the Consumer 2025, sýnir að kauphegðun neytenda er að breytast hratt um allan heim. Netverslun og afhendingarþjónusta halda áfram að vaxa og þjónusta sem skilar hraða, þægindum og einfaldleika hefur aldrei verið mikilvægari. Í dag eru 21% máltíða borðaðar heima með aðstoð afhendingarþjónustu – tvöföldun frá 2019.

En það sem vekur sérstaka athygli er að neytendur taka ákvarðanir byggðar á trausti – og það traust byggir ekki á áhrifavöldum eða samfélagsmiðlum, heldur fjölskyldu, vinum og persónulegum tengslum. Samfélagsmiðlar eru taldir minnsti traustvekjandi þátturinn í kaupákvörðunum.

McKinsey greinin bendir á mikilvægi á:

  • Nýja nálgun í markaðssetningu: minna af ópersónulegum skilaboðum – meira af tengslamarkaðssetningu.

  • Endurmat á þjónustuferli: hversu hratt og þægilega getum við afhent vörur og þjónustu?

  • Nýsköpun og samvinna: ný tækifæri til að þróa staðbundnar lausnir með alþjóðlegri innblástur.

Kynntu þér niðurstöður skýrslu McKinsey – State of the Consumer 2025: When disruption becomes permanent SMELLTU HÉR!