Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.
Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.