Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann þróun og stöðu notkunar reiðufjár í verslun og þjónustu.

Í viðtalinu lagði Benedikt meðal annars áherslu á mikilvægi fjölbreyttra og öruggra greiðslulausna sem auka þægindi fyrir neytendur. Hann benti á að innlendar greiðsluþjónustur geti dregið úr kostnaði bæði fyrir kaupendur og seljendur, þar sem þær byggja á staðbundnum kerfum sem vinna án milliliða utan landsteina. Slíkar lausnir auka valkosti í greiðslumátum og stuðla að tækniframförum innan verslunar- og þjónustugeirans.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan:

Sjá einnig viðtalið inná VISIR.is