Forysta, ábyrgð og áhrif í íslensku atvinnulífi
Á tímum þar sem rekstrarumhverfi verslunar og þjónustu er undir sífelldu álagi – vegna regluverks, alþjóðlegra sveiflna, hraðra tæknibreytinga og aukinna krafna um sjálfbærni og ábyrgð – skiptir forysta meira máli en nokkru sinni fyrr.
Kjörnefnd SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu kallar nú eftir framboðum til stjórnar samtakanna og til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Á vettvangi stjórnar SVÞ liggja tækifæri fyrir einstaklinga með reynslu af rekstri, stefnumótun og ákvarðanatöku á æðsta stigi, til að setja sitt mark á hvernig hagsmuna verslunar og þjónustu er gætt og hvernig rekstraraðstæður þróast.
Hlutverk stjórnar SVÞ
Stjórn SVÞ mótar stefnu samtakanna, hefur yfirumsjón með forgangsröðun hagsmunagæslu og stuðlar að því að rödd verslunar- og þjónustugreina heyrist skýrt gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og á alþjóðlegum vettvangi.
Seta í stjórn SVÞ er ekki táknræn. Hún felur í sér virka þátttöku í mótun rekstrarskilyrða fyrir stóran og lykilvægan hluta íslensks atvinnulífs.
Hvað er verið að kjósa?
- Þrír meðstjórnendur í stjórn SVÞ til tveggja ára
- Fulltrúar í fulltrúaráð SA til eins árs
Í stjórn SVÞ sitja formaður og sex meðstjórnendur.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti til loka starfsársins 2026/2027:
- Dagbjört Erla Einarsdóttir, Heimar
- Jónas Kári Eiríksson, Askja
- Kristín Lára Helgadóttir, VeritasFormaður stjórnar SVÞ er Auður Daníelsdóttir, Drangar.
Fyrir hverja er þetta?
Þessi áskorun beinist að fólki sem:
- er stjórnendur og stjórnarfólk í aðildarfyrirtækjum SVÞ.
- skilur samspil stefnu, lagaumhverfis og rekstrar,
- hefur áhuga á að taka afstöðu í flóknum og viðkvæmum málum
- og vill leggja sitt af mörkum til langtímahagsmuna atvinnulífsins.
Seta í stjórn SVÞ hefur reynst fólki verulega gagnleg til framtíðar.
Tímasetningar og framboð
Framboðsfrestur: til kl. 12:00, 13. febrúar 2026
Samkvæmt samþykktum rennur framboðsfrestur út 18. febrúar 2026.
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 12. mars 2026
Tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn eigi síðar en 11. febrúar 2026.
Hvernig býður fólks sig fram?
Tilnefningar til stjórnar SVÞ og/eða fulltrúaráðs SA skulu sendar:
á netfangið kosning@svth.is, eða í pósti merktum „Kjörnefnd SVÞ“ á:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Tilkynning um framboð þarf ekki að vera flókin, í henni þarf að aðeins að koma fram nafn frambjóðanda, nafn vinnuveitanda (aðildarfyrirtækis SVÞ) og stjórnarstaða innan fyrirtækis eða að viðkomandi sitji í stjórn þess.
Varanleg áhrif á samkeppnishæfni verslunar og þjónustu á Íslandi
SVÞ hafa hlutverki að gegna þar sem ákvarðanir stjórnvalda á næstum árum geta haft varanleg áhrif á samkeppnishæfni, arðsemi og samfélagslegt hlutverk verslunar og þjónustu á Íslandi.
Ef þú hefur skýra sýn á hvað þarf að gera – þá skiptir þitt framlag máli.