TÚRISTI.is fjallar í dag um harða gagnrýni SVÞ og Bílgreinasambandsins [BGS] á stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbílum og öðrum vistvænum ökutækjum.

Þar segir m.a.;

  • Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt hvernig þau ætla að ná markmiðum um græna framtíð og orkuskipti, þrátt fyrir að hafa kynnt stefnur.
  • Ákvarðanir um aukna gjaldtöku á vistvænum bílum, s.s. rafbílum, samræmast ekki yfirlýstu stefnunni og hafa haft hamlandi áhrif.
  • Vitnað er í Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,sem leggur áherslu á óvissu og skort á fyrirsjáanleika í áætlunum um kílómetragjald á rafbíla.
  • Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bílgreinasambandið (BGS) styðja við innheimtu kílómetragjalds af hreinorku- og tengiltvinnbílum, en eru óánægð með útfærslu og álagningar.  SVÞ og BGS telja samkvæmt þessu að 6 króna gjald á hvern ekinn kílómetra, eins og stefnt er að því að leggja á eigendur rafbíla frá áramótum, sé of hátt.
  • Fráhvarf frá orkuskiptastefnunni hefur skapað óvissu fyrir neytendur og fyrirtæki sem fjárfesta í umhverfisvænari ökutækjum.

Samtökin segja fyrirvara við innleiðingu nýs kerfis alltof stuttan og í andstöðu við stöðugt ákall um fyrirsjáanleika.
Niðurstaðan er þessi:

„Aðgerðir stjórnvalda eru því í andstöðu við hröðun orkuskipta sem veldur ringulreið og óvissu meðal neytenda og hinna fjölmörgu aðila sem starfa á markaðnum við að gera orkuskiptin möguleg hvort sem er við innflutning og sölu hreinorkuökutækja, rekstur almenningssamgangna, sölu og uppsetningu búnaðar fyrir innviði, framleiðslu og dreifingu á orku og svo mætti lengi telja.“

Spurningin er: „Erum við að reyna að vera græn eða bara að fylla ríkissjóð?“

SJÁ FRÉTT INNÁ TURISTI.IS