UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 | Norðurál
,,Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum” Á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag 5.október var Norðuráli veitt viðurkenninguna: Umhverfisfyrirtæki ársins 2022. Mynd: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki...
Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisframtak ársins 2022 | Sjóvá
Útskipti framrúðu hefur í för með sér um 24.000 sinnum meiri losun en viðgerð á framrúðu. Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í dag 5.október. Þar veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands forsvarsfólki Sjóvá verðlaun Umhverfisframtak ársins 2022. Á mynd:...
Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.
Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær. Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun....
Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.
Orkukreppan sem nú gengur yfir í Evrópu, hefur þegar kveikt á aðvörunarbjöllum hjá fyrirtækjum í verslun, bæði í smásölu og heildsölu. Að mati EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar, mun fjöldi fyrirtækja í greininni stefna í alvarlega rekstrarerfiðleika af völdum...
Umhverfisdagur atvinnulífsins 5.október 2022
Auðlind vex af auðlind Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu. Dagurinn er árviss viðburður og að honum...
Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?
Vísir [umræðan] birtir í dag grein eftir Jón Ólaf Halldórsson, formann Samtaka verslunar og þjónustu og Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar undir heitinu: "Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum - eða hvað?" Þar benda þeir m.a. á að Ísland hefur skrifað...