Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið.
Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum.
Til að halda áfram á þessari braut og tryggja árangur – komum við til með að kanna árlega stöðuna hjá aðildarfélögum okkar og nú stendur einmitt yfir árleg könnun Maskínu og við hvetjum stjórnendur hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ sérstaklega til þátttöku.
✔ Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara
✔ Þín skoðun skiptir máli
✔ Með þátttöku leggur þú þitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar
Líkt og áður eru tvær kannanir í gangi:
🔹 Ein fyrir starfsfólk innan VR
🔹 Og ein fyrir stjórnendur innan SVÞ
Við ætlum að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett voru í samstarfssamningnum – en við gerum það ekki án ykkar.
Maskína hefur nú sent út könnunartengil með tölvupósti – framlag þitt skiptir máli.