Breytingar á vörugjöldum bifreiða geta haft veruleg áhrif á þróun bílamarkaðarins á næstu misserum, þó að enn sé of snemmt að draga endanlegar ályktanir. Þetta segir Íris Hannah Atladóttir, hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, í viðtali í sérstöku bílablaði Morgunblaðsins í dag 20. janúar 2026.
„Tengiltvinnbílar hafa gagnast mörgum Íslendingum vel, og hjálpað þeim að taka skref í átt til rafvæðingar: Það geta verið alls konar ástæður að baki því hversvegna það hentar fólki ekki endilega að velja 100% rafmagnsbíl“ segir Íris.
Sjá viðtal við Írisi hér fyrir neðan:
