Áform Reykjavíkurborgar um breytingar á skipulagi við Suðurlandsbraut hafa vakið áhyggjur meðal fyrirtækja og fasteignaeigenda á svæðinu. Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag er fjallað um að fyrirhugaðar breytingar geti haft áhrif á aðgengi, nýtingu lóða og rekstrarforsendur fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, bendir á að umræðan um svæðið gefi ekki rétta mynd af stöðunni og bendir á að meðal aðildarfyrirtækja SVÞ séu fyrirtæki sem meta stöðuna sem svo að þau verði fyrir 60% skerðingu á bílastæðum.
„Það er ljóst að sú staða verður afar erfið að fást við, ekki síst í þeim tilvikum þar sem í nágrenninu hefur verið reist íbúðabyggð með fáum bílastæðum og íbúar hafa í ýmsu tilliti brugðið á það ráð að leggja bílum sínum á bílastæði fyrir fyrirtæki sem eru staðsett við Suðurlandsbraut“ bendir Benedikt m.a. á í viðtalinu.
SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið. [Mynd Mbl.]
