Í nýrri grein á Innherja fjallar Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, um árið sem er að líða og þær áskoranir sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir. Hann bendir á að samspil verðbólgu, vaxta og skatta, ásamt auknum reglu- og kostnaðarbyrðum, hafi þrengt verulega að rekstrarumhverfi fyrirtækja og grafið undan samkeppnishæfni.

Jafnframt er lögð áhersla á skort á fyrirsjáanleika í stefnu stjórnvalda sem geri fyrirtækjum erfiðara að taka langtímaákvarðanir um fjárfestingar og mannauð. Benedikt varar við að án markvissra aðgerða til að bæta rekstrarskilyrði geti samkeppnishæfni Íslands veikst til framtíðar og undirstrikar mikilvægi raunverulegs samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs til að skapa skýrari leikreglur og styðja við verðmætasköpun.

👉 Lesa greinina í heild sinni:
https://www.visir.is/g/20252822845d/arid-sem-er-ad-lida