Fræðslufyrirlestur: Facebook Messenger Spjallmenni, 6. nóvember 2018

Fræðslufyrirlestur: Facebook Messenger Spjallmenni, 6. nóvember 2018

Sigurður Svansson, einn af stofnendum SAHARA og yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins ásamt Elvari Andra Guðmundssyni, samfélagsmiðlafulltrúa hjá SAHARA munu halda erindi um Facebook spjallmenni (e.chatbots) og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þau spennandi tækifæri sem þeir bjóða upp á.

Markaðssetning í gegnum spjallforrit eins og Facebook Messenger hefur verið að aukast umtalsvert á síðustu misserum í takt við breytta hegðun neytenda á samfélagsmiðlum.

Í þessu breytingum felast spennandi tækifæri fyrir fyrirtæki, bæði í formi betra þjónustustigs með sjálfvirkum svörum við algengum spurning, virðisaukandi upplýsingagjöf, sölu og öðruvísi nálgunum til að tengjast núverandi og nýjum viðskiptavinum.

Á fyrirlestrinum munu þeir félagar fara almennt yfir notkunarmöguleika á spjallmennum, tæknilega hlið þeirra, reynslusögur frá fyrirtækjum og hugmyndir hvernig fyrirtæki gætu nýtt sér þessa nýju lausn.

Hvenær: 6. nóvember kl. 8:30-10:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

SKRÁNING – Fyrirlestur um Facebook Messenger Bots

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 8:30-9:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?

Fræðslufyrirlestur: Greining á upplifun viðskiptavina, 16. október 2018

Fræðslufyrirlestur: Greining á upplifun viðskiptavina, 16. október 2018

Upplifun viðskiptavina (Customer Journey) snýst um að mæla og greina alla þætti í kaupferli kúnnans.

Farið verður í hvernig ferðalag viðskiptavinar er séð með augum kúnnans og allir snertifletir verða greindir. Upplifanir geta verið jafn ólikar eins og samskiptarásirnar eru margar (vef, farsíma, síma, í verslun og fl.).

Er þitt fyrirtæki að greina skynjun viðskiptavinarins? Hvað er viðskiptavinurinn að gera og hvaða markmið, áhrif, væntingar og tilfinningar hefur hann af reynslu sinni?

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint upplifun og kaupferli viðskiptavina (Customer Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun og greina mikilvægustu snertifletina, kanna sársaukastig og hvaða tækifæri séu til úrbóta og nýsköpunar. Notast verður við „Real case“ tölfræði til að mæla fyrri reynslu viðskiptavina.

Fyrirlesari: Diðrik Örn Gunnarsson stofnandi Stafrænu auglýsingastofunnar, stundakennari í HR og ráðgjafi hjá Zenter

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Fyrir hverja hentar þetta námskeið: Verslun og þjónustu

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

Oops! We could not locate your form.

 

 

 

Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

 

SVÞ ásamt Rannsóknasetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 í Norðurþingi á Hótel Natura.

Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun (sem finna má á www.svth.is/netverslun) mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.

 

DAGSKRÁ

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar kynnir nýútkomna skýrslu: Íslenskt netverslun – stafræn þróun og alþjóðleg samkeppni

 

Reynslusögur frá íslenskum netverslunum:

Pelle PettersonAðalfyrirlesari: Pelle Petterson, sérfræðingur í netverslun með erindið The Challenge of Selling Across Borders: An Ecommerce Entrepreneur’s Insights.

Á síðustu árum hefur Pelle skapað sér nafn fyrir frábæran árangur innan vefverslunargeirans á Norðurlöndum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, svo sem besti frumkvöðullinn í Svíþjóð og besti nýliðinn í Noregi. Í síðasta starfi sínu var Pelle yfir omnichannel og netverslun (omnichannel and ecommerce) hjá Cervera, og náði ævintýralegum árangri með +670% aukningu í veltu á milli ára. Í dag starfar Pelle við sérfræðiráðgjöf í netverslun og omnichannel og vinnur með stórum smásöluverslunum og þekktum vörumerkjum við að byggja upp vefverslanir. Þú getur fræðst meira um Pelle hér á LinkedIn.

 

Aðgangseyrir er 2.500 kr og er morgunverður innifalinn. Skráning fer fram hér fyrir neðan.

ATH! Ráðstefnan er upphaf glæsilegrar fræðsludagskrár SVÞ haustið 2018 þar sem fjallað verður um starfræna verslun og markaðssetningu á netinu, jafnt fyrir verslanir og þjónustu. Sjáðu dagskrána hér.

 

 

 

Frá vinnustofu um nýjustu tækni við markaðssetningu á netinu

Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu ætlar SVÞ að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Strax í kjölfar aðalfundar stóð SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn þar sem farið var yfir hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur breyst og hvernig hefðbundin Markús Sigurbjörnsson 1verslun og stafræn verslun hafa runnið saman í eitt (s.k. „Omni Channel“ þjónusta).

Þann 29. maí stóð SVÞ síðan  fyrir vinnustofu í samvinnu við Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Papaya, þar sem fjallað var um nýjustu tækni við markaðssetningu á netinu.

Á vinnustofunni var kafað dýpra ofan í samfélagsmiðlana og sýnt öll þau tól og tæki sem að fyrirtæki geta nýtt sér betur. Sýnileiki fyrirtækja á samfélagsmiðlum er orðinn mjög mikilvægur, sama í hvaða geira fyrirtækið er í. Markaðstólin og tækifærin á samfélagsmiðlum er orðin svo mörg að við höfum ekki tölu á þeim lengur.  Magnús fjallaði m.a. um Facebook Pixelinn og hvernig best sé að nota hann, dýpri pælingar um markhópa á samfélagsmiðlum ásamt því að tala um nýjustu tæknimöguleikana á netinu.  Magnús lagði áherslu á að nýta auglýsingafjármagn sem best með sem skilvirkustum hætti. Í því samhengi benti hann á mikilvægi markhópagreininga.

Hafa þessar vinnustofur mælst mjög vel fyrir hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna og er ætlunin að bjóða upp á fleiri vinnustofur á þessu sviði á komandi hausti.

 

Vinnustofa – Nýjustu tæknimöguleikar í markaðssetningu á netinu

Samtök  verslunar og þjónustu ætla sér að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. SVÞ mun aðstoða aðildarfyrirtæki við að takast á við þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna framþróunar stafrænnar tækni og skoða hvaða sóknarfæri er að finna. Með tilliti til þessa stendur SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn um „Nýjustu tæknimöguleikana í markaðssetningu á netinu“.

Magnús Sigurbjörnsson mun stjórna vinnustofunni en hann hefur nýlega stofnað fyrirtækið Papaya sem býður upp á sérhæfðar lausnir á samfélagsmiðlum.

Þeir þættir sem helst verða teknir til umfjöllunar eru:

– Kynning á auglýsingamöguleikum Facebook & Instagram
– Kynning og tilgangur Facebook Pixel
– Hvernig náum við betur til okkar markhóps?
– Betri stefnumótun á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki í netverslun
– Remarketing auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum
– Á hvaða samfélagsmiðlum eru tækifæri?
– Verður Facebook Messenger enn mikilvægara tól fyrir þjónustufyrirtæki?
– Nýjasta tækni á samfélagsmiðlum
– Kafað enn dýpra í sérhæfða auglýsingamöguleika á samfélagsmiðlum

Stjórn vinnustofu: Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Papaya
Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, mánudaginn 29. maí kl. 08:30 – 11:30

SKRÁNING

Oops! We could not locate your form.

 

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – frá ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl.

Á ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl. sem haldin var í tengslum við ársfund samtakanna fjallaði Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, í sinni framsögu um  áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim og því var afar fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Glærur Önnu Felländer.

 

Á ráðstefnunni kynnti Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Á sama tíma var  gefið út glæsilegt veftímarit um íslenska verslun.

Tímarit Landsbankans – Verslun og þjónusta

Glærur Daníels Svavarssonar.

 

Auk þess sem formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir héldu tölu á ráðstefnunni sem fór fram undir styrkri stjórn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur viðskiptastjóra verslunar og þjónustu hjá Landsbankanum.

Umfjöllun á mbl.is

Umfjöllun á vb.is  – Anna Felländer segir að verslunin verði að aðlagast neysluvenjum aldamótakynslóðarinnar.

Umfjöllun á vb.is – Anna Felländer segir deilihagkerfið ekki endilega vera ógn við hefðbundin verslunarfyrirtæki.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirunspecified-2
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir_unspecified-3
Margrét Sanders_7
Guðrún Tinna Ólafsdóttir_9
Frá fundinum-14
Frá fundinum-8
Daníel Svavarsson_6
Daníel Svavarsson_5
Ársfundur SVÞ_unspecified-1
Árni Þór Þorbjörnsson 11
Anna Fellander-13
Anna Felländer-12
Anna Fellander-10