Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Samantekt

Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl.  Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja ferðalag viðskiptavinarins — fyrir, á meðan og eftir kaupin — til að fylgjast með neysluhegðun hans. Í eftirfarandi greiningu verður fjallað um alþjóðlega þróun netverslunar á Norðurlöndum, utan Íslands . Stafræn tækniþróun felur í sér að kaup á vörum á netinu erlendis frá fer vaxandi sem hluti af alþjóðlegri smásölu. Á árinu 2017 hafði þriðjungur kaupenda á Norðurlöndum keypt vörur erlendis frá í gegnum netið.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

Ný persónuverndarlög taka gildi 15. júlí

Ný persónuverndarlög taka gildi 15. júlí

Að gefni tilefni benda SVÞ á að ný persónuverndarlög taka gildi hér á landi 15. júlí nk. Óvissu vegna íslenskra fyrirtækja hefur þar með verið eytt en regluverk Evrópusambandsins (GDPR) tók gildi 25. maí sl. í Evrópusambandinu. Samtök atvinnulífsins ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Viðskiptaráði Íslands sendu inn ítarlegar umsagnir um frumvarpið á meðan það var í meðförum dómsmálaráðherra og Alþingis.

Tekið var tillit til fjölmargra athugasemda samtakanna á meðan málið var til meðferðar. Má þar einkum nefna að sett var inn regla um að vinnugögn verða áfram undanþegin upplýsinga- og aðgangsskyldu, gjaldtökuheimild var þrengd og heimildir til vinnslu persónuupplýsinga um látna einstaklinga voru rýmkaðar. Íslensku lögin eru þó eftir sem áður meira íþyngjandi fyrir atvinnulífið en almennt gerist annars staðar á EES-svæðinu. Mikilvægt er því að lögin verði endurskoðuð í haust.

Í ljósi þess skamma frests sem fyrirtæki fá til að undirbúa sig fyrir hina nýju löggjöf er afar mikilvægt að Persónuvernd setji fræðslu- og leiðbeiningarhlutverk sitt í forgrunn og gæti hófs við beitingu viðurlaga. SVÞ vekja einnig athygli að Persónuvernd hefur sett á fót þjónustuborð fyrir fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Þjónustuborðið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem óska leiðbeininga í tengslum við innleiðingu löggjafarinnar og mun Persónuvernd leitast við að svara öllum þeim erindum sem berast þjónustuborðinu innan þriggja til fimm virkra daga. Nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að finna á heimasíðu Persóunverndar.

Fyrirtæki eru hvött til að kynna sér vel þær breytingar sem eru í vændum og vera sem best undirbúin þegar lögin taka gildi. Fyrirtæki innan SVÞ geta nýtt sér fræðsluefni á vinnumarkaðsvef Samtaka atvinnulífsins við undirbúninginn.

Menntakerfið og fjórða iðnbyltingin

Menntakerfið og fjórða iðnbyltingin

Menntakerfið og fjórða iðnbyltingin

 

Óhætt er að slá því föstu að fjórða iðnbyltingin muni hafa gríðarlegar samfélagslegar breytingar í för með sér. Hún mun verða knúin áfram af meiri og stórkostlegri tækninýjungum en áður hafa sést, nýjungum á borð við gervigreind, vélmenni, dróna og sýndarveruleika. Allar þessar breytingar eru af þeirri stærðargráðu að óhjákvæmilegt er að þær munu hafa veruleg áhrif á allt atvinnulíf eins og við þekkjum það í dag og þar með á allt daglegt líf fólks.

Þessar breytingar, sem eru aðeins handan við hornið, kalla á meiri og áður óþekktar áskoranir fyrir okkur öll. Það á ekki hvað síst við um menntakerfið. Stóra spurningin er því hvort menntakerfið okkar verður í stakk búið til að takast á við þessar breytingar. Hvernig búum við fyrirtæki í verslun og þjónustu undir þessar breytingar allar? Verður menntakerfið nógu fljótt að aðlaga sig að nýjum þörfum þessara mikilvægu atvinnugreina? Sennilega er ástæða til að hafa vissar áhyggjur, sagan segir manni nefnilega að „kerfið“ er mun seinna að bregðast við öllum breytingum en atvinnulífið, stundum miklu seinna.

Hvernig munu verslanir framtíðarinnar líta út? Verða þær kannski meira og minna „sjálfvirkar“ þar sem viðskiptavinir „skanna“ sig inn og út úr verslunum? Munu milliliðalaus viðskipti frá framleiðendum til neytenda verða næsta skref í þesssri þróun? Allt eru þetta áleitnar spurningar sem margir eru að velta fyrir sér nú um stundir.

Fjórða iðnbyltingin og allar þær breytingar sem hún mun kalla á, er stærsta áskorunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú um stundir. Það skiptir lykilmáli við aðlögun að þeim breytingum verði aðlögun menntakerfisins sett í fyrsta sæti. Það er ein megin forsendan fyrir því að atvinnulíf á Íslandi haldi stöðu sinni inn í framtíðina og þar með forsendan fyrir því að unga fólkið okkar sem kemur út á vinnumarkaðinn á næstu árum, fái þau tækifæri sem það á skilið.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

 

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fram til 14. september næstkomandi með tölvupósti á sa@sa.is merkt: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.
Verðlaunin verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu miðvikudaginn 17. október. Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Það er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhendir verðlaunin. Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins 2017 og Landsnet átti framtak ársins á sviði loftslagsmála 2017 fyrir snjallnet á Austurlandi. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru fyrst afhent árið 2015 þegar Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki hlaut umhverfisverðlaunin og Orka náttúrunnar fékk viðurkenningu fyrir framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum og skoðar meðal annars eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins:

Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
Innra umhverfi er öruggt
Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið

Framtak ársins:
Hefur komið fram með nýjung – nýja vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif
Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
Gagnast í baráttu við loftslagsbreytingar

Hér er viðburðurinn fyrir Umhverfisdag atvinnulífsins 2018 á Facebook.

Á vef SA er hægt að skoða myndbandsupptöku frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2017.

 

NM88917-SA-umhverfisverdlaun-net