Kortavelta ferðamanna 20 milljarðar í maí

Samkvæmt frétt Rannsóknaseturs verslunarinnar nam erlend greiðslukortavelta tæpum 20 milljörðum króna í maí síðastliðnumsamanborið við rúmlega 13 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 51,4% aukningu á milli ára.
Kortavelta pr. ferðamann 05 2016
Kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í öllum útgjaldaliðum í maí. Erlendir ferðamenn greiddu tæpar 600 milljónir með kortum sínum til dagvöruverslana í maí, um 81% meira en í maí í fyrra en erlend kortavelta í dagvöruverslun hefur fjórfaldast á síðustu fjórum árum. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslun jókst um tæp 41% á milli ára en það sem af er árinu hafa erlendir ferðamenn greitt 8,2 milljarða í verslun með kortum sínum.

Eins og síðustu mánuði var mestur vöxtur á milli ára í flugferðum, um 146%. Er maí sjöundi mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rétt er að nefna að hluti þeirrar greiðslukortaveltu sem fellur undir þennan lið er greiðsla fyrir þjónustu sem innt er af hendi utan landsteinanna.

Töluverð aukning var í kortaveltu ferðamanna til bílaleiga og greiddu ferðamann í maí rúmlega 1,8 milljarða, um 43% meira en í sama mánuði í fyrra fyrir bílaleigubíla. Það sem af er ári hafa ferðamenn eytt um 6 milljörðum í bílaleigubíla og sé eldsneyti, viðgerðir og viðhald bifreiða tekið með í reikninginn nam erlend kortavelta ferðamanna það sem af er ári til þessara flokka rúmum 8 milljörðum. Kortaveltan í flokki bílaleiga hefur fjórfaldast frá árinu 2012.
Í maí komu um 124 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 37% fleiri en í sama mánuði í fyrra.
   
Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir 160 þús. kr. í maí. Það er um 11% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 10% á milli ára.

Líkt og síðustu mánuði keyptu ferðamenn frá Sviss að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 306 þús. kr. á hvern ferðamann, sem að er um 7% hærri upphæð en í apríl.  Bandaríkjamenn eru í öðru sæti með 204 þús. kr. á hvern ferðamann sem að er heldur lægri upphæð en í apríl eða um 12%. Spánverjar koma þar næst með 199 þús. kr. Athygli vekur að eyðsla á hvern Kanadamann dregst saman um þriðjung á milli mánaða en þess ber að geta að fjöldi þeirra tæplega tvöfaldaðist á milli mánaða.
Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.

Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

www.rsv.is

Blómleg verslun með dagvöru í maí

Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar jókst velta öllum flokkum Smásöluvísitölunnar í maí mælt á föstu verðlagi. Dagvöruverslun í maí var 4,1% meiri en í sama mánuði í fyrra en einnig var töluverður veltuvöxtur í flokkum varanlegra neysluvara. Sem dæmi jókst húsgagnaverslun um 18% og byggingavöruverslun um 22%, verslun með raftæki jókst einnig nokkuð.

Þó dagvöruverslun sveiflist jafnan ekki mikið hefur velta hennar verið nokkuð lífleg undanfarin misseri. Eins og áður kom fram jókst velta flokksins um 4,1% á föstu verðlagi frá fyrra ári en í maí 2016 voru fjórir föstudagar og laugardagar samanborið við fimm í sama mánuði í fyrra. Ef tekið er tilllit til árstíðabundinna þátta og vikudagaáhrifa jókst velta dagvöruverslunar því meira, eða um 5,9% frá maí 2015 á föstu verðlagi.

Mikil verslun var með byggingavörur í maí og hefur vísitala byggingavöruverslunar ekki staðið hærra frá því flokknum var bætt inn í Smásöluvísitöluna, gildir þá einu hvort mælt er á föstu eða breytilegu verðlagi. Þannig var velta byggingavöruverslunar í maí 6,6% hærri en í fyrra hámarki sínu í júlí 2015 á breytilegu verðlagi. Verslun með byggingavörur var 22% meiri en í maí í fyrra á föstu verðlagi en 23,7% meiri á breytilegu verðlagi. Verðlag byggingavara hefur á sama tíma hækkað um 1,6%.

Þó verslun með fatnað og skó hafi aukist lítillega frá maí 2015 á föstu verðlagi dregst velta flokkanna saman á breytilegu verðlagi. Velta fataverslana dróst saman um hálft prósent á breytilegu verðlagi frá maí í fyrra en jókst um 2,9% á föstu verðlagi. Skóverslun minnkaði um 7,2% frá maí í fyrra en jókst um 0,6% á föstu verðlagi. Samkvæmt verðlagsmælingu Hagstofunnar var verðlag fatnaðar í maí síðastliðnum 3,1% lægra en í maí 2015 og verðlag skófatnaðar 7,6% lægra en á sama tíma í fyrra.

Verslun með húsgögn jókst um 18,9% í maí á breytilegu verðlagi frá sama mánuði í fyrra en um 18,3% á föstu verðlagi. Húsgagnaverslun hefur verið lífleg undanfarna mánuði en ef síðustu sex mánuðir eru bornir saman við sama tímabil ári áður er aukningin um 27%. Á sama tímabili hefur verðlag nær staðið í stað.

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 5,7% á breytilegu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,1% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í maí um 5,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,6% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í maí 0,3% hærra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 16,8% á breytilegu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 15,9% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í maí um 24,8% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,8% hærra í maí síðastliðnum og 0,1% hærra en í mánuðinum á undan.

Fataverslun dróst saman um 0,5% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 2,9% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 3,1% lægra í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 7,2% í maí á breytilegu verðlagi og jókst um 0,6% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 0,2% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í maí um 7,6% frá maí í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 18,9% meiri í maí en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 18,3% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 9,9% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 19,4% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 0,5% á síðustu 12 mánuðum.

Verslun með byggingavörur jókst í maí um 23,7% í maí á breytilegu verðlagi og jókst um 22% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 1,6% hærra en fyrir tólf mánuðum síðan.

Velta í sölu á tölvum jókst í maí um 10,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 11,3%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 9,8% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 8,3% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Mikilvægi ferðamannaverslunar eykst hröðum skrefum

Sá gífurlegi vöxtur sem verið hefur í komu ferðamanna til landsins undanfarin ár, heldur áfram á sama hraða. Ekkert bendir til að hægja muni á þeirri þróun, þvert á móti er margt sem bendir til þess að aukningin verði enn meiri en bjartsýnustu spár hafa gert ráð fyrir.

Samfara þessum mikla vexti, eykst mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir verlsunar- og þjónustufyrirtækin í landinu. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að erlendir ferðamenn skila stórauknum tekjum til þessara fyrirtækja. Augljósustu merkin um þá gífurlegu breytingu sem átt hefur sér stað, eru þau stakkaskipti sem verslun í miðborg Reykjavíkur hefur tekið á undanförnum örfáum árum. Það er hins vegar ekki eingöngu í hefðbundnum ferðamannaverslunum sem þessara breytinga sér merki. Eins og fram kemur í síðustu samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta erlendra kreditkorta í verlsun 40% meiri í nýliðnum marsmánuði en í sama mánuði 2015. Alls versluðu ferðamenn fyrir 1,7 milljarða króna í þeim mánuði. Mestur var vöxturinn í dagvöruverslun, 85% og næst mestur í fataverslun, 51%.

Ljóst er að þessi hraða breyting felur í sér bæði tækifæri og jafnframt vissar ógnanir fyrir fyrirtæki sem sinna ferðamönnum með einum eða öðrum hætti. Fyrir verslunina skiptir mestu máli að fjölbreytnin fái áfram notið sín og að verslunin þróist ekki út í einsleitni, eins og ákveðin merki eru um, einkum í miðborg Reykjavíkur. Tryggja verður að það verði rúm fyrir sem flestar tegundir verslana þar, enda verður miðborg Reykjavíkur varla áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn ef þar verður ekki fjölbreytni í verslun og þjónustu. Hér reynir mjög á að góð samvinna takist milli borgaryfirvalda og hagsmunaaðila við að tryggja að fjölbreytnin fái áfram notið sín.

Það verður verkefni SVÞ og annarra hagsmunaaðila að vinna að þeim málum á komandi mánuðum og misserum.

Ferðamenn eyddu 15 milljörðum meira á fyrsta ársfjórðungi

Erlend greiðslukortavelta í mars síðastliðnum nam tæpum 15 milljörðum króna samanborið við 9,7 milljarða í mars 2015. Um er að ræða 55% aukningu á milli ára. Sé litið á fyrsta ársfjórðung í heild nam kortavelta erlendra ferðamanna um 40 milljörðum króna, það gerir 61% aukningu á milli ára en kortaveltan var 24,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Kortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins í mars jókst um rúmlega 12% miðað við sama mánuð í fyrra.
Erlend kortavelta í mars jókst í öllum útgjaldaliðum. Líkt og í febrúarmánuði var mikil aukning í farþegaflutningum, eða 131% frá sama mánuði í fyrra. Erlendir aðilar greiddu í mars með kortum sínum alls 3,2 milljarða króna fyrir farþegaflutninga, en til að setja vöxt undanfarinna missera í samhengi má nefna að kortavelta í sama flokk nam 3,7 milljörðum allt árið 2013. Jafnframt er mars fimmti mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári.
Þá var í mars töluverð aukning í kortaveltu ferðamanna í verslun og versluðu ferðamenn fyrir rúmlega 1,7 milljarð, sem er 40% Kortavelta e. útgjaldaliðum 03 2016meira en í sama mánuði í fyrra. Mestur var vöxturinn í dagvöruverslun, um 85% og þar næst, 51% í fataverslun.
Kortavelta ferðamanna í bílaleigum í mars var um helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur hún tvöfaldast frá mars 2014. Í öðrum flokkum jókst kortavelta einnig á milli ára, sem dæmi um 53% í veitingaþjónustu og 43% í gistiþjónustu.
Í mars komu um 116 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 38% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það fleiri ferðamenn en komu í júní 2014, þriðja fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs.

Kortavelta eftir þjóðerni
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í mars, líkt og í febrúar síðastliðnum. Það er um 12% hærri upphæð en í mars í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 11% á milli ára.
Líkt og í febrúar keyptu ferðamenn frá Sviss að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 345 þús. kr. á hvern ferðamann. Rússar eru í öðru sæti með 245 þús. kr. á hvern ferðamann og Kanadamenn koma fast á hæla þeirra með 243 þús. kr.
Velta eftir þjóðerni ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.
Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.
Nánari upplýsingar veita Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868- 4341.

www.rsv.is

Mikill kippur í verslun í mars

Samkvæmt fréttatilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar var kaupgleði landsmanna mikil í mars og velta í stærstu flokkum Smásöluvísitölunnar með mesta móti miðað við árstíma. Sem dæmi var dagvöruverslun 10,8% meiri í mars en í sama mánuði í fyrra, byggingavöruverslun 28% meiri og einnig var áfengis- og húsgagnaverslun lífleg.
Velta dagvöruverslana var 10,8% hærri í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra á breytilegu verðlagi. Ein helsta ástæða fjörugrar verslunar með dagvöru er sú að í ár voru páskar í mars en í apríl árið 2015. Verðlag dagvöru hefur einnig hækkað um 1,7% frá mars í fyrra og er aukning frá fyrra ári á föstu verðlagi því nokkuð minni eða 8,9%. Árstíðaleiðrétt velta dagvöruverslana jókst um 5,6% á föstu verðlagi en með árstíðaleiðréttingu er leitast við að taka út áhrif þátta eins og páska og ólíkrar samsetningar vikudaga á milli mánaða. Telst sú aukning veltu þó enn nokkuð mikil fyrir jafn stöðugan vöruflokk og dagvöru.
Velta áfengisverslunar fyrir virðisaukaskatt var 29,3% meiri og voru 14,6% fleiri lítrar áfengis seldir í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Helsta skýring meiri áfengissölu nú en í fyrra má, líkt og í dagvöruverslun, rekja til tímasetningar páska. Sem fyrr stafar meiri veltuaukning en fjölgun lítra af þeim kerfisbreytingum sem tóku gildi um áramótin en veltutölur sem birtar eru hér eru án VSK en innihalda áfengisgjöld. Árstíðaleiðrétt velta áfengisverslunar á föstu verðlagi jókst um 14,2% og verðlag áfengis (með VSK) hækkaði um 0,8% frá mars í fyrra.
Líkt og undanfarna mánuði er mikill vöxtur í byggingavöruverslun en hún jókst um 28,1% frá síðasta ári á breytilegu verðlagi. Verðlag byggingavöru hefur lækkað um 2,3% frá fyrra ári og er ársbreyting veltu á föstu verðlagi því 31,1%. Verslun með byggingavörur er töluvert háð ástandi efnahagslífsins á hverjum tíma og mikil velta í flokknum vísbending um góðan gang hagkerfisins um þessar mundir.
Húsgagnaverslun var einnig kröftug í mars og jókst velta hennar um 20,7% frá fyrra ári á breytilegu verðlagi en 18,3% á föstu verðlagi. Líkt og í byggingavöruverslun hefur stöðugur vöxtur verið í veltu húsgagnaverslunar síðustu misseri. Þannig var húsgagnaverslun síðustu tólf mánuði 19,1% meiri á föstu verðlagi en á tólf mánaða tímabilnu þar á undan. Verðlag húsgagna í mars var 2,1% hærra en í sama mánuði í fyrra.

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 10,8% á breytilegu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 8,9% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 5,6% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,7% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í mars 0,2% hærra en í mánuðinum á undan.
Sala áfengis jókst um 29,3% á breytilegu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 28,3% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í mars um 14,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,8% hærra í mars síðastliðnum og 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.
Fataverslun dróst saman um 0,1% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 4,2% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 3,9% lægra í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.
Velta skóverslunar jókst um 4,3% í mars á breytilegu verðlagi og jókst um 11,3% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 8,8% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í mars um 6,2% frá mars í fyrra.
Velta húsgagnaverslana var 20,7% meiri í mars en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 18,3% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 28,7% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 6,4% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 2,1% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í mars um 28,1% í mars á breytilegu verðlagi og jókst um 31,1% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 2,3% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan.
Velta í sölu á tölvum jókst í mars um 2,7% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 25,8%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, dróst saman um 4,4% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 3,1% á milli ára. Verðlag raftækja fer almennt lækkandi og lækkaði verð hvers flokks á bilinu 2-4% frá fyrra ári.
Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Mikil velta í byggingavörum í febrúar

Mikil velta í byggingavörum í febrúar

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar var velta í byggingavöruverslun 16,7% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra eða rúmlega 20% meiri á föstu verðlagi. Vetrarmánuðirnir eru jafnan rólegir í byggingavöruverslun en veltan í febrúar var sambærileg veltu aprílmánaðar undanfarin tvö ár á föstu verðlagi. Má því segja að vorið í byggingavöruverslun komi nú tveimur mánuðum á undan áætlun. Verð byggingavara var nokkuð lægra í liðnum mánuði en í febrúar í fyrra og hafa sem dæmi verkfæri lækkað í verði um ríflega 7% frá fyrra ári en efni til viðhalds hækkað um tæpt prósent.

Töluverð veltuaukning hefur verið í húsgagnaverslun undanfarna mánuði og var veltan í febrúar 38,7% meiri en á sama mánuði í fyrra. Séu síðustu tólf mánuðir bornir saman við tólf mánaða tímabilið þar á undan hefur vöxtur í sölu húsgagna verið 17,4% en 19,2% á föstu verðlagi. Verðlag húsgagna hækkaði nokkuð í febrúar frá fyrra ári, eða um 4,3%. Má þó geta þess að verðlag síðustu tólf mánaða er um 1,4% lægra að meðaltali en verðlag á því tólf mánaða tímabili sem á undan kom.
Febrúar var degi lengri í ár en venjulega og sáust þess merki í dagvöruverslun, sem var 8,7% meiri í febrúar í ár en í fyrra. Árstíðarleiðrétt velta á föstu verðlagi var 3,9% meiri en í fyrra en verðlag dagvöru var 1,4% hærra en í febrúar í fyrra. Velta dagvöruverslana á milli ára er nokkuð viðkvæm fyrir hlaupárum enda velta flokksins jafnan nokkuð stöðug við hefðbundinn samanburð jafn langra mánaða. Svo fjölgun daga sé sett í samhengi við áðurnefndan veltuvöxt voru 3,6% fleiri dagar í febrúar árið 2016 en árið 2015 og því er rétt að miða við árstíðaleiðréttu töluna. Telst sú veltuaukning þó nokkur jafnvel þegar gert hefur verið ráð fyrir þessu.

Velta áfengisverslunar fyrir virðisaukaskatt var 18,7% meiri og fjöldi seldra lítra áfengis 4,8% meiri í febrúar nú en fyrir ári síðan. Skýrist mismunurinn að mestu leyti af breytingum á skattheimtu áfengis um áramótin þegar VSK var lækkaður en áfengisgjöld, sem innheimt eru á framleiðslu- eða innflutningsstigi, voru hækkuð á móti. Verð áfengis var 1% hærra í febrúar í ár samanborið við sama mánuð í fyrra.

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 8,7% á breytilegu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 7,1% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 3,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,4% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í febrúar 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.
Sala áfengis jókst um 18,7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 17,5% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengis á föstu verðlagi í febrúar um 13% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1% hærra í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.
Fataverslun jókst um 5,9% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og um 5,1% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 1% hærra í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.
Velta skóverslunar minnkaði um 10,9% í febrúar á breytilegu verðlagi og minnkaði um 10,6% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um 9,8% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í febrúar um 0,3% frá febrúar í fyrra.
Velta húsgagnaverslana var 38,7% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 33,1% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 30,1% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 47,5% á breytilegu verðlagi.

Verð á húsgögnum hefur lækkað um 4,3% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í febrúar um 16,7% á breytilegu verðlagi og um 20,2% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 2,9% lægra en fyrir 12 mánuðum síðan.
Velta í sölu á tölvum stóð í stað í febrúar á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 9,6%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, dróst saman um 6,1% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 3,3% á milli ára. Verð á raftækjum fer almennt lækkandi. Þannig var verð á stórum raftækjum sem dæmi 5,9% lægra en fyrir 12 mánuðum síðan.
Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.