Að drepa málum á dreif

Að drepa málum á dreif

Eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, birtist í Fréttablaðinu í dag, 25. janúar:

Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Tilefni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi væri að bjóða það íslenskum neytendum.

Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi á fersku kjöti hafi verið í andstöðu við ákvæði EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafnframt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Framganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en hrein sneypuför.

Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram nú þegar Alþingi kemur saman á ný.

Það er aðalatriði þessa máls.

Hin stóra áskorun

Hin stóra áskorun

Andrés Magnússon skrifar í Kjarnann, 29. desember sl.: 

Fyr­ir­tæki í verslun og þjón­ustu standa nú frammi fyrir meiri og stærri breyt­ingum í öllu rekstr­ar­um­hverfi sínu, en nokkru sinni fyrr. Breytt neyslu­hegðun alda­mó­ta­kyn­slóð­ar­innar (e. X and Y gener­ation) og breytt krafa hennar til þjón­ustu hvers konar mun hafa og hefur raunar þegar haft í för með sér miklar breyt­ingar í verslun og þjón­ustu. Breyt­ingar þessar ger­ast svo hratt að menn mega hafa sig allan við að fylgj­ast með og óhætt er að full­yrða að breyt­ing­arnar munu ger­ast á enn meiri hraða á allra næstu árum. Það er nákvæm­lega ekk­ert sem bendir til ann­ars.

En hvaða breyt­ingar eru handan við horn­ið? Það eru fjöl­mörg stór við­fangs­efni sem fólk í þessum atvinnu­greinum stendur nú frammi fyr­ir. Meðal ann­ars má nefna:

  • Gervi­greind (e. artificical intellegence) er notuð í sífellt meira mæli til að koma til móts við þarfir við­skipta­vina. Hversu hratt og vel geta íslensk fyr­ir­tæki nýtt sér þessa tækni með hag­kvæmum hætti?
  • Neyt­endur nota í auknum mæli radd­leit og radd­stjórn­un­ar­tækni (e. voice-recognition). Nú þegar eru stjórn­völd að vinna að því að tryggja að Íslend­ingar geti notað móð­ur­málið með þess­ari nýju tækni. En hvernig geta íslensk fyr­ir­tæki nýtt sér hana sem best og tryggt að þau séu sam­keppn­is­hæf við risa á borð við Amazon og Goog­le?
  • „Blockchain“ tæknin mun halda áfram að þró­ast. Mun hún verða í auknum mæli nýtt til að rekja ferli vöru frá selj­anda til kaup­anda og hvernig munu íslensk fyr­ir­tæki geta nýtt hana til þess?
  • Verða vél­menni meg­in­hluti vinnu­aflsins í vöru­húsum á allra næstu árum?
  • Verða alþjóð­legir risar á borð við Amazon og Ali­baba alls ráð­andi í við­skiptum á næst­unni? Hlut­deild þeirra er þegar orðin ískyggi­lega mikil að margra mati.
  • Munu versl­un­ar­mið­stöðvar í þeirri mynd sem við nú þekkjum umbreyt­ast eða jafn­vel hverfa?

Allt eru þetta mál sem þegar eru ofar­lega í umræð­unni innan versl­un­ar- og þjón­ustu­geirans í nágranna­löndum okk­ar. Fyrir fyr­ir­tæki í verslun og þjón­ustu á Íslandi er lífs­spurs­mál að vel með þró­un­inni og aðlaga sig að þess­ari nýju tækni og þessum stóru breyt­ingum til að við­halda sam­keppn­is­stöðu sinni.

Allt þetta leiðir okkur svo að því stóra og aðkallandi máli; Hvernig er mennta­kerfið okkar í stakk búið að takast á við þann nýja veru­leika sem við blasir? Þær breyt­ingar sem hér hafa verið gerðar að umræðu­efni munu kalla á breytta hugsun og breytt vinnu­brögð innan mennta­kerf­is­ins svo búa megi starfs­fólk fram­tíð­ar­innar undir nýjan veru­leika. Og mennta­kerfið verður að bregð­ast strax við, ekki eftir tvö ár eða tíu, því tækni­þró­unin í atvinnu­líf­inu geys­ist áfram á ógn­ar­hraða.

Rétt við­brögð mennta­kerf­is­ins við þeim breyt­ingum sem við bla­sa, skipta sköpum um það hvernig íslenskum fyr­ir­tækjum í verslun og þjón­ustu mun reiða af í þeim breytta veru­leika sem við blas­ir. Þarna verða allir að stefna í sömu átt, stjórn­völd, sam­tök atvinnu­rek­enda og sam­tök laun­þega. Þetta er hin stóra áskorun sem við blasir í upp­hafi árs 2019.