RÚV | Jólaverslunin á Þorláksmessu
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi stöðu verslunar á tímum COVID við Hauk Hólm fréttamann RÚV í fréttunum í kvöld frá miðborg Reykjavíkur.
Viðtalið við Andrés hefst á 00:02:50
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi stöðu verslunar á tímum COVID við Hauk Hólm fréttamann RÚV í fréttunum í kvöld frá miðborg Reykjavíkur.
Viðtalið við Andrés hefst á 00:02:50
Að gefnu tilefni:
Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.
Það skal upplýst að í farvatninu er reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. Í stærri rýmum en 100 fermetrar að flatarmáli má til viðbótar taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.
Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;
Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var á Fréttavaktinni, Hringbraut í kvöld og talaði m.a. um að hertar samkomureglur munu ekki hafa teljandi áhrif á jólaverslun eða aðgengi í búðir breytta tíma í jólaverslun landans. Stærsta áskorun íslenskra kaupmanna eru erlendir útsöludagar og netverslanir.
SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁLGAST VIÐTALIÐ
Viðtalið við Andrés hefst á 05:26 mínútu
Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.
Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.
Fréttablaðið birti í dag grein undir fyrirsögninni:
Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu segir að Neytendastofa hafi fengið tugi ábendinga á síðustu dögum um verslanir sem sagðar eru hafa haft rangt við í kringum afsláttardaga á borð við Svartan föstudag, Dag einhleypra og Stafrænan mánudag.
Í greininni er einnig vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem segist aldrei verja óheiðarlega viðskiptahætti af því tagi sem hér um ræðir. „Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk,“ segir hann. Þá bendir hann á að þó að Neytendasamtökunum berist ellefu kvartanir eftir Dag einhleypra, líkt og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna sagði í Kastljósi í síðustu viku, geti það ekki talist mikið.
„Það getur ekki talist mikið í þessum tugþúsundum viðskipta sem eiga sér stað þessa daga, þar sem slíkar kvartanir berast alltaf í kringum þessa stóru daga og útsölur,“ segir Andrés.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA
MYND:
Fréttablaðið
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;
„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“