Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;

„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Kastljós: Lokkunardagar, verðbólga, vöruskortur og ástandið í heiminum!

Kastljós: Lokkunardagar, verðbólga, vöruskortur og ástandið í heiminum!

Tími stórinnkaupa er að renna upp með svokölluðum ‘Lokkunardögum’.  Verðbólga, áframhaldandi vangaveltur um vöruskort, almennar hækkanir á vöruflutningum og almennt ástandið í heiminum.

Í Kastljósi í gærkveldi ræddu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakana um stöðu verslunar í landinu á fordæmalausum tímum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á ALLT VIÐTALIÐ

Ölgerðin kolefnishlutlaus fyrir árið 2040

Ölgerðin kolefnishlutlaus fyrir árið 2040

Ölgerðin, sem hef­ur verið í fram­varðarsveit ís­lenskra fyr­ir­tækja á sviði sjálf­bærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt.

Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hef­ur mælt og fylgst náið með los­un frá öll­um rekstri frá ár­inu 2015 og hef­ur á þeim tíma minnkað kol­efn­is­spor sitt um 65%. Fyr­ir­tækið geng­ur nú enn lengra og hef­ur lagt í um­tals­verða vinnu við að ná utan um kol­efn­is­spor virðiskeðjunn­ar út frá vís­inda­leg­um viðmiðum Science Based Tar­gets.

Niðurstaðan er sú að eig­in rekst­ur Ölgerðar­inn­ar leiðir af sér und­ir 10% af áhrif­um en yfir 90% verða til í aðfanga­keðjunni sjálfri. Þannig má nefna að um 35% af kol­efn­is­spor­inu sem mæl­ist er vegna fram­leiðslu á umbúðum.

Vilja sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi

„Það er mik­il­vægt að fyr­ir­tæki komi að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Við höf­um sett okk­ur þessi mark­mið og nú er ekki aft­ur snúið. Þessu verður náð m.a. með orku­skipt­um sem er nú þegar hafið og með því að setja all­an kraft í það að bæta ferla fyr­ir­tæk­is­ins út frá hringrása­hag­kerf­inu, frá hrá­efn­um og umbúðum til end­ur­vinnslu. Við vilj­um sína öðrum fyr­ir­tækj­um gott for­dæmi en Ísland mun aldrei ná lofts­lags­mark­miðum sín­um nema að fyr­ir­tæk­in taki þátt,“ er haft eft­ir Andra Þór Guðmunds­syni, for­stjóra Ölgerðar­inn­ar

LESIÐ ALLA GREININA HÉR

Mynd: MBL.is

92% ætla að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum

92% ætla að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum

Fréttablaðið fjallar í dag um nýjustu könnun Prósent sem fór fram dagana 30.október til 7. nóvember 2021.

Þar kemur m.a. fram að um 92 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru líkleg til að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56 prósent í íslenskum vefverslunum, um 17 prósent í verslunum erlendis og um 27 prósent í erlendum vefverslunum.

HÉR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA

 

Fordæmalausar verðhækkanir sem sjást jafnan ekki nema á stríðstímum

Fordæmalausar verðhækkanir sem sjást jafnan ekki nema á stríðstímum

Hækkanir á ýmiss konar vöru og þjónustu hafa verið mjög áberandi í umræðunni síðustu daga.   Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ segir m.a. í viðtali í Fréttablaðinu í dag; „Allir eru sammála um að svona miklar hækkanir hafa ekki sést nema kannski á stríðstímum. Þetta eru mjög skrítnir tímar,“

Að sögn Andrésar hafa frá því seint á síðasta ári orðið fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Því til viðbótar séu hækkanir á flutningskostnaði einnig miklar.

LESTU ALLA FRÉTTINA HÉR

Mynd: Fréttablaðið