Stafræn tækniþróun í flutningageiranum – Skráning hafin

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin í Gullteigi á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald fyrir aðra en félagsmenn er kr. 3.000,-.

Samkeppnisumhverfið er að breytast, neytendahegðun sömuleiðis og tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum líkt og fraktflutningum. Flutningageirinn leitar nú þegar að bestu nýtingu á snjalltækni m.a. með tæknilausnum á sviði fjármálaþjónustu (e. fintech solution) og fyrir aðfangastjórnun frá upprunastað til áfangastaðar á sem stystum tíma.

Neytendur vilja lágt vöruverð, hraða og áreiðanlega þjónustu. Hvernig stjórnun aðfanga er háttað getur skipt sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Í þessu samhengi vill SVÞ horfa fram á við og skoða hvað flutningafyrirtæki geti lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum til að gera stafræna þjónustu einfaldari og notendavænni m.a. fyrir smásala oMS klipptg heildsala. Við stöndum frammi fyrir fjölda tækifæra og áskorana.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00

Dagskrá:

8.30 Setning ráðstefnu
Margrét Sanders, formaður SVÞ

Ávarp
Jón Gunnarsson, samgönguráðherraJong3

Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics
Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu BLOC og sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar.

„The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver
Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words sem fékk tvær viðurkenningar; fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði, á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín í sumar.

Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ

11.30 Ráðstefnuslit

Fundarstjóri: Margrét Sanders

Oops! We could not locate your form.

Hvað er blockchain tækni?

„Blockchain tæknin á uppruna sinn í heimi stafrænna gjaldmiðla. Blockchain er færslukerfi sem var upphaflega þróað í kringum rafmyntina Bitcoin, en kerfið snýst um að halda utan um dreifða færsluskrá (distributed ledger technology). Með dreifðri færsluskrá eru allar færslur sem eiga sér stað skráðar og aðgengilegar öllum sem tengdir eru kerfinu. Blockchain er viðhaldið af dreifðu neti margra tölva og krefst ekki aðkomu þriðja aðila. Færslur þurfa að vera samþykktar af öllum notendum kerfisins til þess að ganga í gegn, en þannig er upplýsingaflæði milli aðila tryggt. Blockchain tækni er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllu sem tengjast viðkomandi kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. þróuð áfram fyrir margar mismunandi tegundir kerfa og notkunargildi“. Sjá hér: https://kjarninn.is/frettir/2017-07-19-blockchain-markadur-vaentanlegur-italiu/

Nánar um efnið og fyrirlesara:

Sofia Fürstenberg er sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar innan fjölþættra flutninga. Sofia hefur m.a. unnið við rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði fraktflutninga. Sofia hefur fjölbreytta reynslu af því að leysa flókin verkefni og hefur t.a.m. verið yfir nýsköpun hjá Maersk Maritime Technology og starfað sem háttsettur ráðgjafi hjá DNV GL.

Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri sjóflutninga hjá BLOC mun kynna nýsköpunarfyrirtækið BLOC sem er staðsett í Kaupmannahöfn og hefur m.a. fengið styrk frá Danska sjóflutningasjóðnum til þess að prófa og kanna þörfina fyrir blockchain tækni í sjóflutningum. Sofia Fürstenberg mun fjalla um samstarf BLOC við nokkra leiðandi háskóla í Danmörku þar sem lagt er mat á og leitað lausna við þeim víðtæku áhrifum sem stafræna tækniþróunin hefur í för með sér. Sofia mun gefa dæmi um áhrif blockchain tækninnar á smásala, heildsala og fraktflutninga og hvaða tækifæri eru í þeim fólgin. Þá mun Sofia fjalla um framtíðarhorfur fraktflutninga og áhrif á samgöngur gefið að blockchain tæknin verði að veruleika.

Anne–Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín sem að SVÞ tók þátt í; viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði. What3words er mjög einföld leið til að koma staðsetningarupplýsingum á framfæri. Það geta allir fundið út nákvæma staðsetningu og deilt því hratt með einföldum hætti. Það er hægt að nota þjónustuna með ókeypis farsímaforriti eða með korti á netinu. Það er einnig hægt að fletta því saman við önnur forrit, vettvang eða vefsíðu, með aðeins nokkrar línur af kóða.

 

Spennandi ráðstefna 31. ágúst nk. – Stafræn tækniþróun í flutningageiranum

TAKIÐ DAGINN FRÁ – SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Opnað verður fyrir skráningu í ágúst. Nánar auglýst síðar.

Fyrirlesarar verða:Birgit Marie Liodden (002)

Birgit Marie Liodden, framkvæmdastjóri Nor-Shipping mun fjalla um stafræna tækniþróun í  flutningageiranum og hvernig sú þróun hefur áhrif víðar, ekki síst á smásölu og heildsölu.

 

Anne-Claire Blet (002)
Anne – Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu  tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun  í Berlín sem að SVÞ tók þátt í;  viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði.

IFI klippt

 

Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur SVÞ mun fjalla um mikilvægi skilvirks flutningakerfis  fyrir íslenskt efnahagslíf.

 

 

 

 

 

Frá ráðstefnu í Berlín um nýjungar í fragtflutningum í netverslun

Samtök verslunar og þjónustu tóku þátt í Deliver ráðstefnu í Berlín þann 27. og 28. júní síðast liðinn. Í þeirri ráðstefnu tóku þátt 50 lönd, 450 leiðandi fyrirtæki í netverslRobotun, 150 nýsköpunarfyrirtæki og birgjar, 50 fjárfestar og 50 fjölmiðlafólk.

Á ráðstefnunni voru veittar viðurkenningar fyrir mestan viðsnúning, vonarljós/skærustu stjörnuna, bestu upplifun viðskiptavina, sjálfbærni, og nýjar leiðir á markaði. Fyrirtæki á borð við Urbantz, DS Smith, What3words og DPDgroup fengu umræddar viðukenningar.

Meðfylgjandi eru fyrirlestar og myndbönd frá aðalræðumönnum ráðstefnunnar:

Amazon

Delft Robotics

Picavi

TeleRetail

TwinswHeel

Zalando

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um stafræna tækniþróun í flutningageiranum

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. Birgit Marie Liodden verður aðalræðumaður ráðstefnunnar og mun hún fjalla um stafræna tækniþróun í sjó-, land- og flugflutningum og hvernig sú þróun hefur áhrif víðar, ekki síst á smásölu og heildsölu.

Birgit  hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hún hefur mikla leiðtogahæfileika og er núna einn helsti talsmaður nýrrar kynslóðar fólks í flutningageiranum – bæði í Noregi og alþjóðlega.  Fyrir utan að vera stofnandi og fyrsti framkvæmdastjóri YoungShip internaional, þá hefur hún þegar unnið fyrir aðila á borð við Wilh. Wilhelmsen og OECD (ráðgjöf).  Hún vinnur nú sem stjórnandi í Nor-shipping og er stjórnarmaður í Norwegian Sea Rescue Academy og Wista Norway & Ocean Industry forum Oslo region.

Ráðstefna verður opin öllum. Nánar auglýst síðar.

Breyting á heilbrigðiskröfum farmanna á farþega- og flutningaskipum

Frá og með 1. janúar 2017 verða heilbrigðisvottorð farmanna aðeins gefin út af læknum sem hafa fengið viðurkenningu Samgöngustofu. Réttindamenn, m.a. skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar, sem starfa á farþega- og flutningaskipum þurfa að vera með gilt alþjóðlegt atvinnuskírteini. Slík skírteini eru gefin út skv. STCW-alþjóðasamþykktinni sem snýr að menntun, þjálfun, skírteinum og vaktstöðu sjómanna.  Umsókn farmanna um útgáfu eða endurnýjun STCW-atvinnuskírteinis þarf að fylgja heilbrigðisvottorð frá viðurkenndum lækni. Slík heilbrigðisvottorð munu gilda í tvö ár, en ekki fimm ár eins og hingað til.

Ástæða þessa eru breytingar á STCW-alþjóðasamþykktinni sem Ísland er aðili að, skv. reglugerð nr. 676/2015 um menntun og þjálfun farmanna á farþega- og flutningaskipum.

Samgöngustofa hefur að undanförnu, í samstarfi við Embætti landlæknis og Læknafélagið, kynnt þessa breytingu fyrir læknum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir þeirra um viðurkenningu á vef Samgöngustofu. Samgöngustofa mun birta á vef sínum lista yfir viðurkennda sjómannalækna.

Sjá nánar á vef Samgöngustofu.