01/11/2016 | Fréttir, Menntun
Leitast er við að svara þessari spurningu á ráðstefnu þann 9. nóvember nk. sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Erasmus+, EPALE og Euroguidance ætla í sameiningu að standa fyrir.
Aðalfyrirlesarar eru Jaana Kettunen frá Jyväskylä Háskólanum í Finnlandi og Peter Plant frá Háskólanum í Lillemhammer bæði sérfræðingar á sviði náms- og starfsráðgjafar.
Fundarstjóri er Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor. Drög að dagskrá.
Fyrirlestrar og umræður verða á ensku en þó er boðið upp á eina vinnustofu á íslensku. Þátttökugjald er 5.500 kr. Krækja í skráningu er HÉR
Ráðstefnan er hluti af þriggja daga tengslaráðstefnu á vegum Erasmus+ sem hefst 8. nóvember og lýkur þann 10. nóvember sjá nánar HÉR
12/10/2016 | Fréttir, Menntun
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu í dag yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót.
Sjá nánar á vef SA
07/10/2016 | Fréttir, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa leiðbeiningar um innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum og sent til allra leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Leiðbeiningarnar:
Innra mat leikskóla
Innra mat grunnskóla
Innra mat framhaldsskóla
Til þess að leiðbeiningarnar nýtist skólum sem best við gerð innra mats fer ráðuneytið þess á leit við þá skóla sem nota leiðbeiningarnar í vetur að þeir sendi athugasemdir og tillögur um breytingar á innihaldi og texta leiðbeininganna á netfangið postur@mrn.is fyrir 10. júní 2017. Allar tillögur eru vel þegnar.
21/09/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins þann 20. sept. sl. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað bar hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.
Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.
14/09/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS. Þá mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.
Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og spjall.
Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.
Skráning á vef SA.
13/04/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Næsti fundur í menntaröðinni Menntun og mannauður verður þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016.
Á fundinum verður fjallað um erlent starfsfólk og fræðslu.
DAGSKRÁ
Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.
Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.
Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.
Spurningar og spjall
Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.
Skráning hér
Síða 10 af 11« Fyrsta«...7891011»