Innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa leiðbeiningar um innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum og sent til allra leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Leiðbeiningarnar:
Innra mat leikskóla
Innra mat grunnskóla
Innra mat framhaldsskóla

Til þess að leiðbeiningarnar nýtist skólum sem best við gerð innra mats fer ráðuneytið þess á leit við þá skóla sem nota leiðbeiningarnar í vetur að þeir sendi athugasemdir og tillögur um breytingar á innihaldi og texta leiðbeininganna á netfangið postur@mrn.is fyrir 10. júní 2017. Allar tillögur eru vel þegnar.

 

Menntun og mannauður – Nýjungar í starfsmenntun

Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins þann 20. sept. sl. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað bar hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.

 

Nýjungar í starfsmenntun

Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS. Þá mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.

Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og spjall.

Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.

Skráning á vef SA.

Menntun og mannauður – Fræðsla erlendra starfsmanna.

Næsti fundur í menntaröðinni Menntun og mannauður verður þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016.

Á fundinum verður fjallað um erlent starfsfólk og fræðslu.

DAGSKRÁ

Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.

Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.

Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Spurningar og spjall

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Skráning hér

Menntun og mannauður – fræðsla erlendra starfsmanna

Morgunverðarfundur í fundarröðinni Menntun og mannauður, verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Efni fundar er fræðsla erlendra starfsmanna.

Dagskrá:

Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó

Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel

Vilt þú að ég læri íslensku ?
Selma Kristjánsdóttir M.ed, sérfræðingur VR og SVS

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Skráning hefst þegar nær dregur.

 

Menntun og mannauður

Menntun og mannauður

Áfram verður haldið með morgunverðafundi um menntun og mannauð og er dagskrá funda fram á vorið sem hér segir:

16. febrúar 2016 Raunfærnimat

15. mars 2016  Fræðsla erlendra starfsmanna – hindranir og áskoranir

19. apríl 2016  Dagskrá í vinnslu

Morgunverðarfundirnir byrja stundvíslega kl. 8:30 og standa í rúman klukkutíma.  Allir eru velkomnir en skráningar er þörf.  Fundarboð verða send út þegar nær dregur.