07/10/2016 | Fréttir, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa leiðbeiningar um innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum og sent til allra leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Leiðbeiningarnar:
Innra mat leikskóla
Innra mat grunnskóla
Innra mat framhaldsskóla
Til þess að leiðbeiningarnar nýtist skólum sem best við gerð innra mats fer ráðuneytið þess á leit við þá skóla sem nota leiðbeiningarnar í vetur að þeir sendi athugasemdir og tillögur um breytingar á innihaldi og texta leiðbeininganna á netfangið postur@mrn.is fyrir 10. júní 2017. Allar tillögur eru vel þegnar.
21/09/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins þann 20. sept. sl. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað bar hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.
Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.
14/09/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS. Þá mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.
Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og spjall.
Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.
Skráning á vef SA.
13/04/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Næsti fundur í menntaröðinni Menntun og mannauður verður þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016.
Á fundinum verður fjallað um erlent starfsfólk og fræðslu.
DAGSKRÁ
Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.
Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.
Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.
Spurningar og spjall
Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.
Skráning hér
23/02/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Morgunverðarfundur í fundarröðinni Menntun og mannauður, verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Efni fundar er fræðsla erlendra starfsmanna.
Dagskrá:
Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó
Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel
Vilt þú að ég læri íslensku ?
Selma Kristjánsdóttir M.ed, sérfræðingur VR og SVS
Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Skráning hefst þegar nær dregur.
26/01/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Áfram verður haldið með morgunverðafundi um menntun og mannauð og er dagskrá funda fram á vorið sem hér segir:
16. febrúar 2016 Raunfærnimat
15. mars 2016 Fræðsla erlendra starfsmanna – hindranir og áskoranir
19. apríl 2016 Dagskrá í vinnslu
Morgunverðarfundirnir byrja stundvíslega kl. 8:30 og standa í rúman klukkutíma. Allir eru velkomnir en skráningar er þörf. Fundarboð verða send út þegar nær dregur.
Síða 10 af 11« Fyrsta«...7891011»