Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Í tilefni af aðalfundi SVÞ var frumsýndur þátturinn Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00.

Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum var fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig var rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændfólk okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum skyggndumst við inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og ræddum við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum  voru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

Upptaka: Mannlegi þátturinn mikilvægastur í netglæpavörnum

Upptaka: Mannlegi þátturinn mikilvægastur í netglæpavörnum

Skýrt kom fram í erindum á framhaldsfundi SVÞ um netglæpi að mannlegi þátturinn er mikilvægasta vörnin. Á fundinum, sem var beint framhald fyrri fundar SVÞ um tölvuglæpi 16. október þar sem fullt var út úr dyrum, héldu fulltrúar Íslandsbanka, Landsbankans og Deloitte erindi.

Miklu algengara er að tölvuþrótar komist inn í kerfi fyrirtækja í gegnum starfsfólk heldur en með tæknilegum leiðum í gegnum kerfin sjálf. Því er mjög mikilvægt að fyrirtæki þjálfi starfsfólk sitt í vörnum gegn netglæpum. Mörg fyrirtæki, einkum verslanir, hafa lengi þjálfað starfsfólk til varna gegn þjófnaði, en þjálfun gegn netglæpum er í raun enn mikilvægari því upphæðirnar sem um ræðir eru mun hærri. Þetta sést t.d. vel á tveimur nýlegum málum, en í haust birtust fréttir af því að Rúmfatalagerinn hafi tapað nærri 900 milljónum króna og HS Orka hátt í 400 milljónum vegna netglæpa. Upphæðir sem tapast vegna þjófnaða í verslunum fölna í samanburði við þessar tölur.

Auk þjálfunar starfsfólks kom einnig fram í erindunum að tveggja þátta auðkenning (e. two-factor authentication) væri lykilatriði til varnar netglæpum, en skv. rannsókn Deloitte eru einungis um 1/4 hluti fyrirtækja að nýta slíka auðkenningu.

Félagar í SVÞ geta nú séð upptöku af fyrirlestrunum og nálgast eintak af glærum þeirra Vilhelms Gauta Bergsveinssonar og Úlfars Andra Jónassonar frá Deloitte í lokuðum Facebook hóp SVÞ félaga hér. Athugið að til að fá aðgang þarftu að svara nokkrum spurningum svo við getum tryggt að þú sért starfsmaður aðildarfyrirtækis.