
Vísitala neysluverðs, apríl 2018
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í apríl 2018.
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í apríl 2018.
Í sameiginlegri umsögn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samorku, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráðs Íslands voru gerðar alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga.
Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum. Á þeim fundi kom fram vilji til að koma til móts við einhverjar athugasemdir samtakanna, en hvergi nærri allar.
Þá er mjög líklegt að innleiðingu á löggjöfinni verði ekki lokið fyrir 25. maí nk., þegar hún tekur gildi í Evrópusambandinu.
Samtökin hafa varað við því að hætta gæti verið á því að einhver erlend fyrirtæki væru tregari til að ganga til samninga við íslensk fyrirtæki þar sem reynir á vernd persónuupplýsinga. Til þess að koma í veg fyrir það gæti þurft að útskýra fyrir þeim að persónuupplýsingar séu nægjanlega verndaðar hér þótt reglugerð Evrópusambandsins hafi ekki enn verið innleidd.
Samtökin lögðu áherslu á það á fundinum að ráðuneytið myndi setja upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á íslensku og ensku á vef sinn fyrir íslensk fyrirtæki og viðsemjendur þeirra.
Samantekt
Þróun vísitölu byggingarkostnaðar og undirvísitalna frá því í janúar 2017 þar til janúar 2018 sýnir að byggingarvísitalan hefur hækkað um 4,8%. Undirvísitalan „Innlent efni“ hækkaði mest á tímabilinu eða um 7,5% en á hinn bóginn lækkaði „Innflutt efni“ um 1,2%. Sé litið á verðþróun á mat- og drykkjavörum má sjá að síðastliðna tólf mánuði hefur verð á drykkjavörum lækkað um 2,3% á meðan verð á matvöru hefur hækkað um 0,13%. Síðastliðna 12 mánuði hefur meðalverð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 25,7% en meðalverð á henni var í janúar síðastliðnum um 69 Bandaríkjadollarar á fatið og hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2014. Olíuverð hefur þó lækkað á síðustu dögum. Þegar þetta er skrifað kostar fatið af Brent olíu um það bil 65 dali. Þá hefur verð á heilbrigðisþjónustu hækkað um 3,8%.
Hér má nálgast janúar greiningu VNV.
Gröf með greiningunni
Rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæmdi nýlega rannsókn á viðhorfi Íslendinga til íslenskrar verslunar. Hér á eftir fylgja lýsing á aðferðarfræði rannsóknarinnar, þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur, ásamt helstu niðurstöðum.
Lýsing á rannsókn
Framkvæmdaraðili: Zenter rannsóknir
Framkvæmdatími 4. til 18. desember 2017.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Zenter rannsókna, einstaklingar 18 ára og eldri.
Svarfjöldi: 1038 einstaklingar.
Svarhlutfall: 57%
Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurninga:
„Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?“
„Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?“
„Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?“
„Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?“
Niðurstöður rannsóknar um ímynd verslunar á Íslandi
Nýlega framkvæmdi Zenter rannsóknir könnun fyrir Samtök verslunar og þjónustu á ímyndarþáttum er varða verslun á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum könnunar ber meirihluti Íslendinga mikið eða eitthvað traust til verslunar á Íslandi (67%). Niðurstöður sýna einnig að mikill meirihluti Íslendinga telur sig hafa mikla eða einhverja þekkingu á verslun á Íslandi (88%). Þar að auki benda niðurstöður til að flestir hafa jákvæða (40%) eða hvorki jákvæða né neikvæða (38%) upplifun á verslun á Íslandi. Að lokum voru þátttakendur spurðir um viðhorf til verslunar á Íslandi og sögðust 17% tala vel um verslun á Íslandi, 44% voru hlutlausir og 30% tala um hana á gagnrýninn hátt. Um 9% svarenda höfðu ekki sterka skoðun á verslun á Íslandi eða tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.
Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?
Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?
Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?
Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?
Samantekt SVÞ um vísitölu neysluverðs
Líkt og SVÞ hafa áður bent á þá hefur verðbólga síðustu missera verið drifin áfram af örfáum þáttum eins og húsnæði og opinberri þjónustu. Verð á helstu neysluvörum hefur hins vegar lækkað síðustu 12 mánuði. Þegar skoðaðar eru breytingar í vægi í vísitölu neysluverðs (VNV) síðustu 20 ár sést að stærstu breytingarnar snúa, auk húsnæðis, að hlutfalli matar og drykkjar í útgjöldum heimilanna. Útgjöld heimilanna vegna húsnæðis vega sífellt þyngra í vísitölunni, fóru úr 17,3% 1997 í tæp 32,5% 2017. Þetta sést þegar VNV er borin saman milli marsmánaða árin 1997 og 2017. Í marsmánuði árið 1997 vó matur og drykkur 17,05% í vísitölunni en var komin niður í 13,49% í marsmánuði 2017. Athyglisvert er að föt og skór hafa aldrei vegið jafn lítið frá því að núverandi aðferðafræði var tekin upp fyrir 25 árum síðan. Í marsmánuði árið 1997 vógu föt og skór 6,5% í vísitölunni en voru komin niður í 3,76% í marsmánuði árið 2017.
Samantekt frá SVÞ um vísitölu neysluverðs
Verð á öllum helstu neysluvörum hefur lækkað síðustu 12 mánuði. Þegar rýnt er í verðþróun á húsgögnum og heimilistækjum síðustu 12 mánuði kemur í ljós að verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 12,5%, lítil heimilistæki um 8,4%, stór heimilistæki um 7,5%, raftæki um 7,1% og sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. um 8,2%. Þá hefur verð á matvöru lækkað um 1,1% og verð á drykkjavörum hefur lækkað um 4,1% á sama tímabili. Þegar nánar er skoðað hvað það er sem valdið hefur verðbólgunni að undanförnu þá má ljóst vera að þar munar um þætti eins og húsnæði og opinbera þjónustu. Ríkið og sveitarfélögin hafa aukið álögur á heimilin, t.a.m. hefur sorphreinsun hækkað um 15,9%, holræsisgjöld um 1,9% og rafmagn og hiti um 1,5% síðustu 12 mánuði. Erfitt er að festa hendi á nákvæmlega hvað veldur slíkum hækkunum en það mætti m.a. nefna að hagsmunir ríkisfyrirtækja eru dreifðir þ.a. hver og einn eigandi hefur mjög takmarkaðan hag af því að veita fyrirtækinu aðhald. Þá hafa laun hjá opinberum starfsmönnun hækkað meira en á almenna vinnumarkaðnum.