Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 11:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Faghópurinn verður vettvangur fyrir vefverslanir, tæknigeirann og flutningageirann til að koma á framfæri sínum áherslum.

Horft er m.a. til þess sem Svensk Digital Handel hefur verið að gera en Svíar hafa verið í fararbroddi í stafrænni verslun á Norðurlöndunum.

Félagsmenn í þessum geira eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í að móta starfið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki nú þegar aðilar geta skráð sig í SVÞ hér.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn 17. október sl.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn 17. október sl.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn fimmtudaginn 17. október sl. í Hörpu. Dagurinn er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota, en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunahafana.

Aðalhagfræðingur SVÞ, Ingvar Freyr Ingvarsson, flutti fyrirlestur um plastpokanotkun á Íslandi og mögulegar aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka.

Á vef SA hér má sjá upptökur frá deginum.

Og hér geturðu séð glærurnar úr fyrirlestri Ingvars Freys: Umhverfisdagur atvinnulifsins – Er plastid a leid ur budunum

Ráðstefna um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn

Ráðstefna um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu boða til ráðstefnu um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn

Hotel Natura, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 8:30-10:00

Húsið opnar kl. 8:00

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, opnar ráðstefnuna

Xiaoqion Hu (Yfirmaður viðskiptaþróunar DACH og CEE, Alipay Europe) kynnir Alipay

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri viðskipta á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar segir frá reynslu Isavia af innleiðingu Alipay á Keflavíkurflugvelli

Danielle Neben, markaðsstóri ePassi Iceland flytur erindi undir yfirskriftinni „Welcoming Chinese tourists in Iceland, Chinese culture and marketing opportunities”

Athugið að ráðstefnan fer fram á ensku.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!

Námskeið: Efnismarkaðssetning, 30. október 2018

Námskeið: Efnismarkaðssetning, 30. október 2018

Byggðu upp og haltu samband við viðskiptavini með efnismarkaðssetningu!

Efnismarkaðssetning (e. Content marketing) er ein öflugasta leiðin til að byggja upp og viðhalda sambandi við viðskiptavininn, sérstaklega þegar hún er nýtt á áhrifaríkan hátt í samspili við markaðssetningu á samfélagsmiðlum og með tölvupósti. Á þessu námskeiði verður farið yfir:

  • Hvað efnismarkaðssetning er og hvað hún getur gert
  • Notkun efnismarkaðssetningar á mismunandi stigum í vegferð viðskiptavinarins
  • Mismunandi tegundir efnismarkaðssetningar
  • Dreifingu efnis á áhrifaríkan hátt

Fyrir hverja hentar þetta námskeið: Verslanir og þjónustufyrirtæki sem vilja byggja upp samband sitt við viðskiptavini á áhrifaríkan hátt og auka viðskiptatryggð

Í framhaldi af þessu námskeiði verður haldið námskeið um markaðssetningu með tölvupósti (20. nóvember) en efnismarkaðssetning og tölvupóstmarkaðssetning eru tengd órjúfanlegum böndum.

Hvenær: 30. október kl. 9:00-12:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og markaðsráðgjafi. Þóranna hefur unnið að efnismarkaðssetningu fyrir ýmis fyrirtæki á sl. árum og er vottaður sérfræðingur frá DigitalMarketer í efnismarkaðssetningu.

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 4.000 kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í efnismarkaðssetningu

Þriðjudaginn 30. október kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort þú ert félagi eða ekki. Ef þú ert ekki félagi í SVÞ munt þú verða beðinn um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?

Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00

Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00

Vefverslanir: Sölubestun (e. Conversion rate optimization). Hvernig nærðu hámarks sölu í vefversluninni þinni?

Á námskeiðinu lærir þú hvernig þú getir getur gert einfaldar breytingar á vefsíðunni þinni til þess að auka sölu og ánægju viðskiptavina. Farið verður yfir vefgreiningar og hvernig hægt er að sjá hvort og hvar vandamál eru sem þarf að laga. Í kjölfarið verður farið yfir algengustu atriðin sem hægt er að bæta til þess að auka sölu og að lokum verður farið yfir aðferðafræði til að vera sífellt að bæta vefinn með marvissum prófunum og bestun.

Kennari: Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko Bragi Þór hefur sérhæft sig stafrænni markaðssetningu og hefur unnið verkefni tengd sölu- og leitarvélabestun fyrir bílaleigur, bókunarvefi, vefverslanir ofl. Hann var ráðgjafi í markaðssetningu á netinu hjá Kapli markaðsráðgjöf, markaðsstjóri TripCreator sem er sölu- og bókunarvefur fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur og er núna markaðsstjóri ELKO og er þar ábyrgur fyrir sölu í einni stærstu vefverslun landsins. Bragi hefur kennt námskeið í markaðssetninu á netinu og haldið fyrirlestra um stafræna markaðssetningu í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst.

24. október kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

TILVALIÐ AÐ FYLGJA ÞESSU EFTIR MEÐ NÁMSKEIÐI UM LEITARVÉLABESTUN FYRIR VEFVERSLANIR 13. NÓVEMBER – SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

 

UPPSELT ER Á ÞETTA NÁMSKEIÐ!

Vertu á póstlistanum og fylgstu með á Facebook, Twitter og LinkedIn svo þú missir ekki af fleiri gagnlegum viðburðum hjá SVÞ!

Glæsileg fræðsludagskrá með áherslu á starfrænu byltinguna

Glæsileg fræðsludagskrá með áherslu á starfrænu byltinguna

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þá viðburði sem staðfestir eru í fræðsludagskrá SVÞ haustið 2018. Í fræðsludagskránni verður byggt enn frekar ofan á námskeiðaröð frá síðasta vetri um Omnichannel, auk þess sem hún er innblásin af nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar, Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Hér geturðu séð yfirlit yfir fræðsludagskrá SVÞ, haustið 2018. Enn á þó eftir að bæta í dagskrána svo við hvetjum fólk til að fylgjast vel með á Facebook, Twitter, LinkedIn og að sjálfsögðu að vera vel skráð á póstlistann, til að missa ekki af neinu!