27/11/2018 | Fréttir, Viðburðir
Góður rómur var gerður að fundi Litla Íslands þriðjudagsmorguninn 27. nóvember, undir yfirskriftinni „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“
Á fundinum kynnti Óttar Snædal, hagfræðingur SA, nýjar hagtölur Litla Íslands og fjórir aðilar sem reka minni fyrirtæki sögðu frá sínum rekstrarveruleika og ræddu svigrúm til launahækkana. Að lokum hélt Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar erindi og ræddi m.a. veruleika fyrirtækja á landsbyggðinni og landsbyggðina sem vænlegan búsetukost.
Streymt var frá fundinum á Facebook og má sjá upptökuna hér:
23/11/2018 | Fréttir, Viðburðir
– opinn umræðufundur Litla Íslands
Þriðjudaginn 27. nóvember efnir Litla Ísland til fundar til að ræða um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í því árferði sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag. Kjaraviðræður eru í fullum gangi og óhætt að segja að blikur séu á lofti, en þær snerta minni fyrirtæki ekki síður en þau stærri. Yfirskrift fundarins er „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“
Á fundinum munu atvinnurekendur segja sögur af Litla Íslandi ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja.
Láttu þig málið varða og taktu þátt í fundinum!
DAGSKRÁ
Nýjar hagtölur Litla Íslands – Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA
Sögur af Litla Íslandi:
- Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels ehf.
- Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu
- Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar
- Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant ehf.
Mikilvægi lítilla fyrirtækja – Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar
Fundarstjóri: Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!
19/11/2018 | Fréttir, Viðburðir
Mikil ánægja var með sameiginlega ráðstefnu SVÞ og SAF um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn, sem haldin var 8. nóvember sl.
Xiaoquion Hu, yfirmaður viðskiptaþróunar DACH og CEE, Alipay Europe kynnti Alipay greiðslulausnina. Í máli hennar kom fram að Kínverjar eyða mest allra ferðamanna – tvisvar sinnum meira en næsta þjóð, sem er Bandaríkjamenn. Alipay er mest notaða greiðslulausnin í Kína og er í dag stærsta greiðslulausn í heimi með yfir 870 milljón virka notendur.
Í máli Gunnhildar Vilbergsdóttur, deildarstjóra viðskipta á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar kom fram að þær verslanir á Keflavíkurflugvelli sem tekið hafa upp Alipay eru nú þegar að sjá árangur. Aukning hefur orðið í sölu og starfsfólk tekur eftir ánægju kínverskra ferðamanna með möguleikann á greiðslu með Alipay.
Danielle Neben, markaðsstóri ePassi Iceland (þjónustuaðili Alipay á Íslandi) flutti einnig erindi undir yfirskriftinni „Welcoming Chinese tourists in Iceland, Chinese culture and marketing opportunities”. Í erindinu komu fram ýmis góð ráð varðandi hvernig best er að taka á móti kínverskum ferðamönnum og þjónusta þá.
Viðskiptablaðið birti í síðustu viku viðtal við Xiaoquion Hu og má sjá hluta af því á vef vb.is hér og annan hluta hér. Viðtalið í heild má sjá í blaðinu.
Á myndinni má sjá, frá vinstri til hægri: Xiaoqiong Hu (Alipay), Jóhannes Þór Skúlason (SAF), Jin Zhijian (Sendiherra Kína á Íslandi), Danielle Neben (ePassi), Gunnhildur Vilbergsdóttir (Isavia), Niklas Löfgren (ePassi), Daniela Nittoli (ePassi)
05/11/2018 | Fræðsla, Fréttir, Verslun, Viðburðir
Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu. Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því mikilvægt að fyrirtæki séu með vöruframboð sitt sýnilegt þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum.
Farið verður yfir möguleika á leitarvélum, hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn og netsölu með leitarvélabestun.
13. nóvember kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík
Kennari: Styrmir Másson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.
SKRÁNING – Námskeið í leitarvélabestun vefverslana
Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 9:00-12:00
Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.
24/10/2018 | Fréttir, Viðburðir
Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 11:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Faghópurinn verður vettvangur fyrir vefverslanir, tæknigeirann og flutningageirann til að koma á framfæri sínum áherslum.
Horft er m.a. til þess sem Svensk Digital Handel hefur verið að gera en Svíar hafa verið í fararbroddi í stafrænni verslun á Norðurlöndunum.
Félagsmenn í þessum geira eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í að móta starfið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki nú þegar aðilar geta skráð sig í SVÞ hér.
24/10/2018 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn fimmtudaginn 17. október sl. í Hörpu. Dagurinn er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota, en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunahafana.
Aðalhagfræðingur SVÞ, Ingvar Freyr Ingvarsson, flutti fyrirlestur um plastpokanotkun á Íslandi og mögulegar aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka.
Á vef SA hér má sjá upptökur frá deginum.
Og hér geturðu séð glærurnar úr fyrirlestri Ingvars Freys: Umhverfisdagur atvinnulifsins – Er plastid a leid ur budunum