Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Oddvitar stærstu framboðanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi, mætast á opnum fundi í Gamla bíó, miðvikudaginn 9. maí kl. 8.30-10.

SA, SAF, SI og SVÞ boða til fundarins þar sem rætt verður um sambúð borgar og atvinnulífs.

Þátt taka, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokknum, Ingvar Jónsson, Framsóknarflokknum, Líf Magneudóttir, Vinstri-grænum, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI spyrja frambjóðendur um helstu stefnumál þeirra gagnvart atvinnulífinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir fundi.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vefnum.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu, kaffi og með því.

Hér má skrá sig

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Samtök verslunar og þjónustu boða til fundar miðvikudaginn 2.maí kl. 8:30 – 10.00 í Kviku, Borgartún35.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00.

Dagskrá:

Erlend ferðamannaverslun og netverslun – upplýsingar úr greiðslumiðlun

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarsetur verslunarinnar.

Íslensk ferðaþjónusta

Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynna nýja skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.
Fundarstjóri verður Margrét Sanders, formaður SVÞ

NM87858 Fræðslufundur 25_04_20183

Fundurinn er opinn öllum en uppbókað er á hann og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessu umfjöllunarefni.

Aðalfundur SSSK

Aðalfundur SSSK

Aðalfundur Samtaka sjálfstæðra skóla verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2018 milli kl. 15:00 og 16.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Kviku, 1. hæð

Setning: Kristján Ómar Björnsson, formaður SSSK

Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnaskóla, stýrir fundinum.

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Félagsgjöld ársins
  • Kosning formanns og varaformanns
  • Kosning meðstjórnenda og varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer Þorsteinn Guðmundsson, leikari, með gamanmál.

Framboð til stjórnar þurfa að berast formanni stjórnar í síðasta lagi fyrir upphaf aðalfundar. 

Fulltrúar rekstraraðila, skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og aðrir stjórnendur eru hjartanlega velkomnir.

Skráning hjá aslaug@svth.is

 

Aðalfundur SVÞ 15. mars

Aðalfundur SVÞ 15. mars

Fimmtudaginn 15. mars kl. 8.30 hefst aðalfundur SVÞ í Kviku, á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins við Borgartún 35 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00

8.30       Setning fundar

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar samtakanna
  • Lýst kosningu í stjórn
  • Ákvörðun árgjalda
  • Kosning löggilts endurskoðanda
  • Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  • Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Tilnefningar fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð SA.

Framboð til stjórnar SVÞ.

Vinsamlega skráið þátttöku í aðalfundi  hér fyrir neðan.

Oops! We could not locate your form.

Upptökur frá Smáþingi Litla Íslands 2018

Upptökur frá Smáþingi Litla Íslands 2018

Markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru í kastljósinu á Smáþingi Litla Íslands á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 1. febrúar. Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru birtar á þinginu auk þess sem bent var á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar sögðu skemmtilegar sögur og tóku þátt í umræðum.

Á fjórða hundrað gesta tóku þátt í þinginu og rúmlega 1.500 horfðu á beina útsendingu á vefnum.

Hvernig á að ná í nýja viðskiptavini og halda núverandi viðskiptavinum?
Hvað er að gerast á markaðnum?
Hvernig nærðu árangri með markaðsstarfi?
Hvernig er hægt að nota samfélagsmiðla með nýjum hætti?
Hvaða áhrif hafa áhrifavaldar?

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setti þingið Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, stýrði því.

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA.

Hægt er að horfa á upptökur af einstökum erindum á vef SA.

Aðalfundur og ráðstefna SVÞ 15. mars – Takið daginn frá

Aðalfundur og ráðstefna SVÞ 15. mars – Takið daginn frá

Aðalfundur SVÞ verður haldinn fimmtudaginn 15. mars nk. kl. 8.30 í Kviku, Húsi atvinnulífsins. Kallað verður eftir framboðum til stjórnar SVÞ og til setu í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins næstu daga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að gefa kost á sér.

Að venju verður haldin vegleg ráðstefna í tengslum við aðalfundinn síðar um daginn. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 14

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Magnus Lindkvist, sem er sænskur rithöfundur og „Trendspotting futurologist“. Hann skoðar með heimspekilegum hætti hvernig má takast á við allar þær nýju áskoranir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir.

Nánari dagskrá ráðstefnu birt síðar.

Hér má nálgast upplýsingar um Magnus Lindkvist